Mér hefur fundist undanfarið að Landsvirkjun sé orðin að skrímsli, þeir gera stöðugt fleiri áætlanir um að virkja í friðlöndum og ómetanlegum náttúruperlum sbr. Þjórsárverum og Kárahnjúkum og enginn virðist geta gert neitt til að stöðva þetta.
Raddir á móti Kárahnjúkavirkjun hafa verið mjög háværar en samt virðist sem ekkert hægi á framkvæmdahraðanum. Það er eins og stífla hafi brostið og almenningur reyni að stoppa vatnið með höndunum. Auðvitað flæðir það bara áfram og við verðum undir.

Kárahnjúkavirkjun er MJÖG dýr framkvæmd og ljóst má vera að ríkið, lífeyrissjóðir og aðrir íslenskir fjárfestar munu leggja til meirihlutan af kostnaðnum við byggingu hennar.
Einhverjir muna eflaust eftir útreikningum um að það myndi verða 20-50 milljarða tap á virkjununni. Vissulega er gert fyrir mjög óhagstæðum aðstæðum í svartsýnu spánni en það er líka ljóst að stundum fer allt á versta veg.
Er líka gáfulegt að öll stóriðjan hér á landi séu álver? Hvað ef álverð lækkar skyndilega mjög mikið eins og hefur gerst áður?
Er álver það sem Austurland þarf? Er álver það sem Ísland þarf?
Er meiri meingun ásættanleg? Er rask á óspjallaðri náttúrunni peninganna virði?
Oft hefur verið reynt að bjarga byggðum með stóriðju. Norðmenn og Skotar hafa gert þetta en með litlum árangri. Slæmt atvinnuástand er ekki eina ástæðan fyrir landsbyggðavandanum og því er ljóst að þó að búin séu til nokkur hundruð störf er alls ekki víst að það breyti neinu.
Álver eru sífellt að verða vélvæddari og sést það best á því að það eru færri starfsmenn í álverinu í Straumsvík núna en voru þegar þegar það hóf starfsemi sína þó að framleiðslugetan hafi margfaldast. Það er því ljóst að störfum í álverinu mun fækka frekar en hitt.
Er Landsvirkjun - fyrirtækið OKKAR fariðp að vinna beint gegn okkar hagsmunum? og hagsmunum barnanna okkar?
Talbína