Bann á ýmsum fæðubótaefnum. Mig hefur alltaf langað að fá að vita hvað öðrum finnst um öll þessi lög sem eru sett í sambandi við fæðubótaefni. Eins og þetta er í dag þá er alveg stranglega bannað að fá inn efni sem eru með 0.0000000001% af ephedríni í og finnst mér það fáránlegt. Alls staðar getur fólk fengið Ripped-Fuel og mörg önnur efni sem innihalda alveg nóg af ephedríni og st.john og allt þetta ólöglega dót. Útí löndum er þetta allt leyfilegt og hef ég ekki heyrt mikið um það að fólk sé að drepast í tonnatali útaf þessum efnum, en ég tel okkur Íslendinga alltof varkárna í þessu máli. Hvað finnst ykkur? Eitthvað til í þessu eða bara pure-a bull?