Þegar eitt vandamál leysist þá tekur annað við.
Nú eru menn farnir að djamma fram á morgun, i miðborginni, svo horfir til vandræða.
Hvernig væri að reyna að færa þennan fjölda skemmtistaða eitthvað
út í úthverfin, í stað þess að ALLA vanti leigubíl til síns heima á sama tímapunkti ? Menn gætu þá labbað heim alla jafna.
Þessu hljóta borgaryfirvöld að geta stýrt með einhverju móti.
Í mínum huga á hámenningarmiðborg að hafa til að bera leikhús og óperu, með einstaka krá í nágrenninu, en ekki magn kráa, og skemmtistaða allt á einum stað, þar sem fólk þorir hvorki í óperu né leikhús, vegna drykkjuláta á götum úti.