Ekki alls fyrir löngu munu þau skilaboð hafa borist frá skriffinskuveldinu í Brussel að þeir einu sem fengju að veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu, gerðust Íslendingar aðilar að Evrópusambandinu, yrðu þeir sem hefðu veiðireynslu í lögsögunni. Þetta gripu Evrópusinnar auðvitað á lofti og hrópuðu á torgum að nú þyrftu Íslendingar ekki að örvænta þar sem þeir einu hefðu veiðireynslu í íslenskri lögsögu.

Staðreynd þess máls er þó önnur og ömurlegri. Fleiri þjóðir en Íslendingar eiga nefnilega á að skipa langri veiðireynslu í lögsögunni. T.a.m. munu Bretar og Þjóðverjar eiga á að skipa áratuga reynslu í veiðum við Ísland og stóðu þær veiðar yfir allt þangað til endir var á þær bundinn með þorskastríðunum. Einnig mætti nefna síldveiðar Norðmanna við Íslandsstrendur til margra ára til sögunnar.

Það er því ljóst að ef Íslendingar gerast aðilar að ESB mun árnangurinn af þorskastríðunum verða að engu og þau hafa verið háð og unnin til einskis.
Með kveðju,