Trú.
Manneskjan hefur alltaf haft þörf fyrir að trúa á eitthvað æðra afl til að hún þurfi ekki að axla allt á herðum sér. Miklu þæginlegra að hugsa að það sé guð þarna uppi og þar sé allt gott.

Ég geri mér grein fyrir þessu og hef bara alls ekkert á móti hverskyns trú. Hinsvegar hef ég mikið á móti því þegar trúin er hætt að vera boðuð til fólks og í staðinn þröngvað upp á það.

Einnig hef ég mikið á móti því að trú sé á nokkurn hátt tengd lögum landsins. Trú er hverjum frjálst að iðka eins og hann vill en allir verða að fara eftir lögunum. Þessvegna finnst mér fáránlegt að tengja þetta saman, að setja lög sem segja: “bannað er að gera þetta” afþví að í Biblíunni stendur: “Bannað að gera þetta”.
Eins og ég segi: þú mátt fara eftir Biblíunni ef þú vilt en ástæðulaust og fáránlegt að skylda alla til að gera það.