Á einhver hund sem eltir ekki ketti heldur starir bara allan tímann og liggur í felum eins og hann sé í vígahug. Tíkin mín hún fer ekki út fyrir lóðina. Þetta er eins ef hún sér önnur dýr (nema aðra hunda þá hleypur hún af stað geltandi), hún starir og slefar á fullu. Blikkar ekki einu sinni augunum. Þetta gerir hún þegar hún vill að maður kasti dótinu svo hún geti gripið…starir á dótið á meðan hún liggur í fjarlægð.
Einu sinni veltum við fjölskyldan fyrir okkur hvort tíkin okkar væri einhverf (en þá væri hún ekki þannig að hún vildi láta klappa sér er það nokkuð?) Maður veit aldrei hvað dýrin hugsa og þetta gerir mann svo forvitinn.

Einhver ráð???? :)