Lækningaforstjóri sameinaðra sjúkrahúsa landsmanna á höfuðborgarsvæðinu, kvartar yfir innra skipulagi í kerfinu,í fréttum í kvöld, þar sem tvenns konar fyrirkomulag sé í boði af hálfu hins opinbera, varðandi vinnu lækna við aðgerðir á sjúklingum. Þeir geti valið um að starfa úti í bæ á einkastofum með niðurgreiðslu frá TR, eða að vera launaðir starfsmenn á sjúkrahúsum, en sjúkrahúsin séu ekki samkeppnisfær að má skilja í þeirri samkeppni.
Er það eðlilegt að við greiðum meginhluta skattprósentu vorrar í slíkt skipulag heilbrigðismála, þar sem hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gjörir ?
Til hvers að eyða og sóa í tvöfaldan tækjakost hér og þar inni á sjúkrahúsum, og úti í bæ ? Samt bíður fólk á biðlistum ?Allt niðurgreitt úr vasa okkar skattborgara ?
Biðlistarnir kosta einnig peninga þar sem fólk á biðlistum þarf að kaupa rándýr lyf til þess að lina þjáningar í bið eftir aðgerðum.
Sem sagt ,innbyrðis samkeppni um lækna er þó starfa allir á launum almennings ?
Siðalögmál lækna leyfa þeim hinum sömu ekki að láta hagnað ráða ferð svo ekki er um það að ræða, en hvað er þá að ?