Hvernig er það hægt að fitna alls ekki ?!?
Ég er 15 ára kk og fitna ekki neitt. Ég er 173 á hæð en 49 kg !! Það er alls ekki eðlilegt. Ég er kominn með rosa complexa útaf léttri þyngd minni !!
Á mínum yngri árum var ég frekar matvandur, en núna er það allt önnur saga. Ég borða bókstaflega allt !! Ég er alltaf með eitthvað í munninum. Ég borða morgunmat, hádegismat og kvöldmat og síðan áður en ég fer að sofa. Svo er ég líka alltaf að borða milli máltíða. Ég vil fitna. Mér finnst ég vera alltof mjór. Allir segja við mig að ég sé að stækka … og stækki því en fitni bara seinna eftir að ég hef lokið mínum vexti ! Er eitthvað til í því ?
Allar upplýsingar um þennan leiðinlega “sjúkdóm” eru vel þegnar !