Þegar Hafró kom fram um daginn með nýja stofnstærðarmælingar á fiskistofnunum, þá varð allt vitlaust í þjóðfélaginu. Allir höfðu skoðun og allir vissu betur en Hafró. Þingmenn og ráðherrar voru þar fremstir í flokki. Þeir hrópuðu á torgum að nú yrði að taka Hafró á beinið og kenna þeim fræðin eða hreinlega fá annan aðila í verkið. Með öðrum orðum skipta Hafró út fyrir aðra betri.(Þá sjálfa kanski?) Sjávarútvegsráðherra tilkynnti að hann ætlaði að fá erlenda “sérfræðinga” (dæmalaus þessi ofurtrú á erlendum SÉRFRÆÐINGUM) til að meta niðurstöður Hafró og leggja á þær mat.
En að mínu mati er Hafró sigurvegari þessa máls. Þeir gerðu mælingar og fengu niðurstöðu sem gekk þvert á við fyrri mælingar og væntingar út frá þeim. Þeir höfðu kjark og þor til að koma fram og segja að mistök hefðu verið gerð og reikna þyrfti dæmið upp á nýtt. Og þessum mönnum vilja pólitíkusar skipta út fyrir nýja ! Þegar pólitíkusum verður á mistök á þá ekki að skipta þeim út fyrir nýja? Og þá erlenda væntanlega, allt erjú betra ef það kemur frá útlandinu ekki satt?