Ég verð heima í faðmi fjölskyldunnar. Við fáum fylltan kalkún og alls kyns gott meðlæti. Eflaust fáum við einhvern sniðugan forrétt, rækjukokteil eða eitthvað, ég veit ekki, kannski er það of hversdagslegt. Svo er auðvitað möndlugrauturinn og möndlugjöfin. Svo er yfirleitt eitthvað gott í desert, en það er bara misjafnt, ekkert ákveðið ár eftir ár. Mér finnst mikilvægt að vera með fjölskyldunni, ég hef alltaf alist upp við það. Mér finnst líka mikilvægt að vera með henni á gamlaárskvöld, en...