Svo er mál með vexti að besti vinur minn sem er mjög lokaður og dulur svo að það er mjög erfitt fyrir hann að opna sig var að segja mér að hann hefði reynt að fremja sjálfsmorð. það er mjög misjafnt hvernig fólk fer að því að reyna þetta. hjá sumum er þetta bara kall á hjálp og tilrauninn er ekki lífhættuleg. hann reyndi hins vegar mjög markvissa tilraun og skrifaði sjálvígsbréf sem flestir sem eru bara að kalla á hjálp gera ekki. málið var að hann drakk sig blindfullann og tæmdi síðan hjá sér lyfjaskápinn og fór að sofa. hann reyndi ekki að æla þessu upp. en sem betur fer vaknaði hann aftur en var fárveikur í viku á eftir, nú eru liðnar um tveir vikur síðan. Hann segist ekki sjá eftir þessu og segir það myndi ekki koma sér á óvart að ef hann reyndi aftur. mér þykir mjög leiðinlegt að þurfa að bregðast trúnaði hans en hann er farinn yfir þau mörk.
En svo er mál með vexti að mamma mín er stödd erlendis og ég veit að mamma hans myndi fá svo mikið áfall að ég efast að hún myndi höndla þetta rétt.

plís ég er andvaka að skíta á mig úr hræðslu um hann og veit ekki alveg hvað ég á að gera en ég veit hvað ég á ekki að gera og það er að þegja og láta sem ekkert hafi í skorist