Til dæmis var amma mín búin að týna kettinum sínum. Hún fór upp í Kattholt og ekki var hann þar, en hún skildi eftir mynd ef hann skyldi finnast. Þessi köttur var mjög sérstakur og ólíkur öllum öðrum, með alveg vægast sagt furðulegt munstur. Eftir það hringdi hún nokkrum sinnum upp eftir til að athuga með köttinn sinn, hvort hann hefði nú fundist, en alltaf sögðu konurnar að hann hefði aldrei komið. Einu sinni hringdu þær og héldu að þær væru búnar að finna hann, en þá var kötturinn allt,...