Hvernig mynduð þið bera ykkur að ef þið væruð fræg? Þá ekki bara á Íslandi, því hér er frægðin lítið.

1) Ef þið væru góðir myndlistarmenn og ykkur væri stöðugt hrósað á staðnum…ég gæti ekki mætt á staðinn, því þá þyrfti ég að ganga með slepjulegt bros og segja takk takk takk…eða hvað??? Hvernig mynduð þið vera? Alvarleg eða setja upp smá bros og hugsa´:“Ég veit að ég er snillingur, þarf bara að heyra það einu sinni.”

Ég yrði bara vandræðaleg því ég er ekki þannig týpa sem er vön miklu hrósi og bara kann ekki að taka svona hrósi. Veit ekkert hvernig ég ætti að haga mér!!!!! Þoli það ekki. Vildi að ég gæti bara verið eðlileg þegar ég fæ eitthvað hrós

Varð nefnilega fyrir þeirri reynslu, að eftir að ég gaf fólki málverk sem ég gerði eftir ljósmyndum, í jólagjöf, voru viðbrögð fólksins meiri en ég hélt!!!

ein frænkan fékk gæsahúð og æpti upp af hrifningu (auðvitað var ég ánægð með þessi viðbrögð-MJÖG ánægð)

ein hjónin skulfu og táruðust þau voru svo hrifin af málverkinu af syni sínum (ég var mjög ánægð með það líka)

En þessi viðbrögð voru aðal umræðuefnið um jólin og sífellt fleiri komu í heimsókn og hrósuðu og hrósuðu og hrósuðu. Þetta fannst mér óþægilegt og fór að hugsa út í það…hvernig myndi ég haga mér ef ég yrði fræg??? Kannski alltaf í sjónvarpinu ofl.?
Nú er ég fegin að allir eru orðnir eðlilegir í hegðun aftur og ég get slappað af. Auðvitað fannst mér gaman að fá þessi fyrstu súper-viðbrögð við myndunum mínum í byrjun en það má ekki vera of mikið af því góða.

Þau eru öll viss um að ég verði fræg, og því kvíði ég í staðinn fyrir að vera spennt. Innst innst innst inni er ég ánægð með það en svo fer ég að hugsa nánar út í það. Er frekar í feimnari kantinum heldur en hitt…að vera í sviðsljósinu!!!!!!

Segið mér endilega hvernig þið gætuð ímyndað ykkur, ykkur sjálf!
Ég skil vel að ef stjörnumerkið ykkar er Ljón…þá elska öll Ljón sviðsljósið…en t.d. einhver í Meyjunni eins og ég?????