Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hugarmein (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þú ert lítill og ljóshærður drengurinn minn og liggur í rúminu þínu ég kom til að hugga og hughreysta þig og halla að brjóstinu mínu var það ég sem að brást var það ég eða Guð ég veit því er erfitt að svara. En það veit ég þó að sé eilífðin öll ein þjáning mun ást mín samt vara.

Blóm (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Stúlkan brosir votum mjúkum vörum. Rauður blómknappur opnast undurhægt. Drunur í bifhjóli nálgast hratt. Blómið breiðir út döggvuð blöð suðið í býflugu nálgast.

Rósin (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Í fangi hinnar bjarteygðu blásumarnætur blundar og grætur ein visnandi rós. Daggperlur glitskærar drjúpa af blöðum döpur og kvíðafull brúna hennar ljós. Ég vil að hún vakni vaki og lifi. Mín sárþreytta sölnaða sál—þyrnirós.

Skömm (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Auga Guðs vakir í lítilli tjörn ég læðist hljóðlega —framhjá.

Hjálp ! (23 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég er í hrikalegum vandræðum.Ég á tvo fressketti.Það eru engin vandræði með þá.Annar er 5 ára en hinn 1 árs. En áður en ég fékk mér þann yngri átti ég læðu sem er 4 ára og ólst hún upp með eldri fresskettinum mínum Tító.Þetta eru allt innikettir.En Tító 5 ára fressinum og læðunni kom illa saman.Þau vildu bæði vera númer eitt.Það er að segja að Tító var búinn að venja sig á að sofa uppi í rúmi hjá mér áður en læðan kom á heimilið.Hann lá alltaf þétt upp við brjóstið á mér og hélt um hálsinn á...

Að leiðarlokum. (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Á bak við lokuð augu brenna tár í brjósti ennþá kvalið hjarta slær mín ljósa von nú liggur kalinn nár og lífsins óður hljómar fjær og fjær.

Móðir fangans (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Minn hugur dvelur við myrkrið djúpa dökka yndisvana augun trega andlit ljúft og ljósa lokka lítinn dreng er við mér hló brosið hans og lundin létta allt er horfið heims um stig sakleysið á brott er farið sökin þyngri en bera kann. Hvers vegna?, ég græt og þrái hvers vegna var það einmitt hann?

Svörtu augun betrumbætt (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þau sækja á hug minn svörtu augun sem spegluðu ótta og angist dauðans svo þreytt var hún orðin og þjökuð af hræðslu þó reyndi hún að synda. Því hún elskaði lífið og óttaðist dauðann. Ég var tólf ára telpa sem trúði á hið góða í sveit þetta sumar hún synti til dauða þó svötu augun mig sárbændu um líf –en ég mátti ekki hjálpa. Þau sækja á hug minn svörtu augun –svörtu litlu músaraugun.

Perlan (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Fimmtán ára og lífið færði mér sína dýrustu gjöf sem aðeins er gefin í fyrsta sinni. Litfagra perlu ljómandi úr djúpinu –djúpinu bláa. En fávís og fákæn ég fleygði henni á brott eins og fánýtu gleri. Ég þrái þessa einu perlu þessa dýrmætu fyrstu ást sem ég saknað hef alla ævi –þessa einu sönnu ást.

Brjóstabarn (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Í bláum augum þínum sonur minn sá ég sakleysi. Í bláum augum þínum sonur minn sá ég trúnaðartraust. Í bláum augum þínum sonur minn sá ég kærleika. Í bláum augum þínum sonur minn sá ég Guð.

Nástrá (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eitt lítið strá grænt að vori gulnað að hausti af köldum stormum beygt og barið —kalið. Eitt visið strá.

Fögnuður (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Við ljósgullinn vornætur himin ber hvíta sólvængjaða svani á flugi yfir dimmblá og djúp heiðavötn og hugur minn fagnar með svananna söng um sumarsins nýfæddu drauma.

Kveðja (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Nú ertu farinn elsku frændi minn frá okkar veröld lausn fékk andi þinn en hátt á himni blika stjörnur tvær hve brosi í augum þínum líkjast þær. Barn ég var er sat ég við þitt borð björt á svip er hlýddi á þín orð af þér ég lærði að meta leyndan dóm allt líf er heilagt sagðir þýðum róm. Nú gengur þú til fundar Frelsarans friðargjafans náðar sérhvers manns þar englar biðja í bláum himingeim og bíða þess þú komir loksins heim.

Nótt (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Á vegi mínum dafna ekki blóm því niðdimm nótt með kaldri hendi lýkur um sérhvert blóm á næturgöngu minni á vegi mínum -deyja lítil blóm.

The flower (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
My mind dvells in the darkness deep and hollow so full of sorrow longing for your face a little boy´s with smile as bright as sunshine wich now has faded like in autumn haze. You grew up like a flower in the forrest so exuberant between the evergreens. I wantet you to bloom and become sweetest of all the fairiest blossoms of my dreams. But in the foggy night the poisoned rain fell so full of evil on your small green leaves. And when the morning broke from Heavens hight I found you had turned...

Ást (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Er það nokkuð undarlegt að elska yndisfögru bláu augun þín. Ég á þig og mun þig ætíð annast elsku hjartans blómadýrðin mín. Úr augum þínum les ég ást og ábyrgð sem aldrei bregst á meðan lífs þú ert. Og ef að illir draumar að mér sækja þú undurblítt minn vanga strýkur létt. Ég var í sorg er Guð þig til mín sendi svo ofboðs litla písl með augun dökk. Þú ert mín ást í þessu skrýtna lífi hve ótrúlegt að elska heitast -kött.

Nafnið (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hún lá endilöng á gangstéttinni í Bakarabrekkunni og skrifaði nafnið sitt á grasið við götukantinn. Hún skrifaði með rauðu bleki svo nafnið væri vel sýnilegt á grænu grasinu. Hún var algerlega klæðlaus en hafði gömlu snjáðu sængina sína yfir sér eins og kápu og vonaði að enginn tæki eftir því að þetta var sæng en ekki kápa. Hún var hálfhrædd um að einhver myndi amast við henni þar sem hún lá á maganum þvert yfir gangstéttina og páraði út grasið. Jafnvel saka hana um að fremja skemmdarverk á...

Vonsvikni fuglinn (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég er fuglinn sem skartar fjöðrum til flugs eins og skapað mér var. En til hvers eru vængir og vonir ef að viljinn er blaktandi skar.

Bölvun eða Fíkn endurbætt útgáfa. (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Við leituðum lengi að lífinu er áður hér var. Í myrkrinu leyndist sú magt að máttur þess þvarr. Við gengum um dimman dal með dára við hlið. Sáum djöfla og drauga er dönsuðu um Helvítis svið. Í þrælanna fansi við þjáðumst þjökuð og sveitt. Bárum höldanna hlekki er hlífðu oss ekki við neitt. Við uppskárum angist og ótta í áranna rás. Í válogum vímunnar veltumst um óhrein og hás. En eymdin fæst upprætt ef Almættið veitir oss líkn og leysir oss loksins und logandi djöflanna fíkn.

Bölvun (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Við leituðum lengi að lífinu er áður hér var. Í myrkrinu leyndist sú magt að máttur þess þvarr. Við gengum um dimman dal með dára við hlið. Sáum djöfla og drauga er dönsuðu um Helvítis svið. Í þrælanna fansi þjáðumst við þjökuð og sveitt. Bárum höldanna hlekki er hlífðu oss ekki við neitt. Við uppskárum angist og ótta í áranna rás. Í válogum vímunnar veltumst á óhreinum bás. En eymdin varð upprætt er Almættið veitti oss líkn og leysti að lokum und logandi djöflanna fíkn.

Bölvun (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Við leituðum lengi að lífinu er áður hér var í myrkrinu leynist sú magt að máttur þess þvar. Við gengum um dimman dal með dára við hlið sáum djöfla og drauga er dönsuðu um Helvítis svið. Í þrælanna fansi þjáðumst við þjökuð og sveitt bárum höldanna hlekki er hlífðu oss ekki við neitt. Þeir öldu oss á veldi óttans í áranna rás er í válogum vímunnar vöfruðum skítug og hás. En eymdin tók enda er Almættið veitti oss líkn og leysti oss að lokum frá logandi djöflanna fíkn.

Mamma (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í frjóum lundi á Fagurhól óx forðum móti sól svo indæl lítil silfurbjörk sem mér gaf líf og skjól. Upp óx sá sproti undurskjótt sem móðir ein upp ól af fjórum lífsins ljósum yngst er Drottinn henni fól. Allt á sinn tíma stað – og stund á brott er björkin ein enn bærist lauf í skógarlund. Þar drjúpa tár af grein.

Gallery ást (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Augu mín drukku í sig andlit þitt gæddu sér á því eins og gómsætu víni nutu kitlandi tilfinningar unaðsvímunnar og freyðandi fullnægingar svalaðs lostans töfrandi táldræga kampavín árgerð ´67. -Hve ég elska þig!

Ég bið þig (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég bið þig dæm mig eigi þó bryti ég af mér þú veist að það var einnig þín sök hvernig var og er og nú að leiðarlokum ég lít um öxl og sver. Ég elskaði þig alltaf þó og aldrei gleymi þér.

Ég bið þig (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég bið þig dæm mig eigi þó bryti ég af mér þú veist að það var einnig þín sök hvernig var og er og nú að leiðarlokum ég lít um öxl og sver ég elskaði þig alltaf þó og aldrei gleymi þér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok