Í frjóum lundi á Fagurhól
óx forðum móti sól
svo indæl lítil silfurbjörk
sem mér gaf líf og skjól.

Upp óx sá sproti undurskjótt
sem móðir ein upp ól
af fjórum lífsins ljósum yngst
er Drottinn henni fól.

Allt á sinn tíma stað
– og stund
á brott er björkin ein
enn bærist lauf í skógarlund.

Þar drjúpa tár af grein.