Ég er í hrikalegum vandræðum.Ég á tvo fressketti.Það eru engin vandræði með þá.Annar er 5 ára en hinn 1 árs. En áður en ég fékk mér þann yngri átti ég læðu sem er 4 ára og ólst hún upp með eldri fresskettinum mínum Tító.Þetta eru allt innikettir.En Tító 5 ára fressinum og læðunni kom illa saman.Þau vildu bæði vera númer eitt.Það er að segja að Tító var búinn að venja sig á að sofa uppi í rúmi hjá mér áður en læðan kom á heimilið.Hann lá alltaf þétt upp við brjóstið á mér og hélt um hálsinn á mér og hann elti mig um allt eins og hundur og lagðist í fangið á mér ef ég settist niður.Og vildi mikið láta halda á sér. Semsagt var óskaplega háður mér . En þar sem ég vildi ekki að honum leiddist þegar ég var ekki heima fékk ég mér læðuna þegar hann var eins árs.Meðan hún var kettlingur kom þeim vel saman.En svo fór að bera á afbrýðisemi hjá læðunni.En svo keyrði um þverbak þegar sonur minn kom heim frá útlöndum eftir ársdvöl.Hann bjó hjá mér í tvo mánuði og leið mjög illa andlega.Svo ég gaf honum fresskettling sem bættist við á heimilið.Þá brjálaðist læðan og ég neyddist til að láta hana frá mér til vinar míns og ég hélt að hennni myndi líða betur, þar sem hún yrði eini kötturinn á heimilinu og yrði þar númer eitt.Þegar sonur minn flutti með kettlinginn sinn fékk ég fresskettling handa Tító og þeim kemur vel saman. En svo komst ég að því að læðunni leið illa hjá vini mínum .Því hann er ekkert mikið fyrir gæludýr. Hún var búin að vera þar í ár og var orðin biluð á taugum.Svo í gær sótti ég hana og hef hana innilokaða í einu herbergi.Því þegar hún sér Tító brjálast hún og hann þá líka.Læðan setur allt sitt traust á mig og hjarta mitt grætur af sorg yfir að geta ekki haft hana.Mér finnst ég hafa svikið hana illilega og hef mikla sektarkennd því mér þykir vænt um hana.En það gengur ekki að loka hana inni og allir kettirnir eru óhamingjusamir og ég líka.En ég held að einhver góð manneskja sem gæti tekið læðuna að sér sem innikisu gæti gert hana hamingjusama.Hún á það skilið elsku litla kisan mín eftir sitt erfiða líf.Hvað finnst ykkur um það?