Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ágústnótt (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þú undur fagra ágústnótt ég ennþá um þig dreymi er inn í tjald þú komst um kvöld og kysstir mig í leyni. Þó liðin séu ár og öld heil eilífð um það bil þeim kossi og hvarmaljósum tveim gleymt kann ég ei né vil. Því leiðir skildu á lífsins braut þín lá um hafsins strauma en ég sat heima og bað og beið í bríma sælla drauma.

Að trúa eða ekki trúa (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
S.'Sú staðreynd að risaeðlur ríktu hér á jörðu fyrir 65 milljónum ára er út af fyrir sig næg sönnun þess að Guð er ekki til.' c.'Já og jafnvel þó við göngum út frá því að Guð hafi ekki skapað risaeðlurnar vegna þess að hann var ekki kominn fram á sjónarsviðið þegar þær voru uppi. En hafi komið fram seinna. Er þó allavega ljóst að hann skrökvar þegar hann segir í Biblíunni að hann sé eilífur og hafi alltaf verið til. Samkvæmt því hefur Guð líka með þeirri skreytni brotið eitt af sínum eigin...

Tryllingur við Tjörnina (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ástfangin skýin speglast í brosandi vatni og æðarblikinn rennir hýru auga til kollunnar sem syndir feimin framhjá en lítil andahjón rétt við bakkann kúra flugvélar tvær hátt á lofti fljúga í upphafinni hrifningu og unað og bílarnir eltast hvor við annan á trylltri ferð yfir Tjarnarbrúna.

Haust (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Gæsirnar klufu loftið í oddaflugi yfir fölleitt engið og gulbrún lauf trjánna svifu mjúklega til jarðar eins og dúnn undan ljósum væng bústnir þrestir þutu grein af grein sem svignuðu undan þungum klösum rauðra berja veisluborð fyrir langan vetur er eftir standa nakin trén í þögulli þrá eftir nýju vori með gæsagargi á grænu engi og þrastasöng í laufgum greinum.

Eyðimörkin (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hvít klæði svört sól sorgin kom hér við og dvaldist of lengi fyrir luktum augum sé ég skugga bak við tjaldið sem skilur mig frá eyðimörkinni.

Óskastund (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í stjörnuaugum vökunætur blikar minning þín tærblátt ljós snertir blíðlega vanga minn. Stjarn angar brosandi -skjótast til jarðar hljótt. -Óskastund er nú!

Í fjötrum (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í haustbleiku kvöldskini leiðast elskendurnir að fossinum. Komdu, segir hann og stekkur út á stein í miðri ólgandi ánni. Komdu, segir hann aftur biðjandi og réttir út höndina. Hann stendur enn einn á hálum steini. Svellbólstruð áin fossinn í fjötrum –ísköldum fjötrum.

Bernskan (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í húsinu á hæðinni eru auðar dimmar dyr og augum blindum gluggatóftir stara —og ég sem hefi aldrei,aldrei komið hérna fyrr hef víst komið hérna áður —-til að fara.

Ekki okkar sök (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Svört er sól, sviðin mannaból. Streymir blóð í Fjandans feigðarslóð. Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá í draugalega borg við Tígrisá. Grætur barn, gáttir Heljar við. Guðskross-farar gáfu engin grið. lítill drengur líkn fékk ei hjá þeim sem limlestu og brenndu hans skinn og bein. Vér hjálpum þá–það er hið minnsta mál. Hendur kaupum, gerum við hans sál. Við sem erum Guðs útvalda þjóð –og ekki okkar sök –þótt renni blóð. Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá í draugalega borg við Tígrisá.

Unni ég mest (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Brástjörnur man ég, blikandi ást brosið þitt mjallhvítar perlur neistandi elding var nálægð þín og nafnið sem ómfagur söngur. Hjarta er brostið, höfug mín tár þú hvarfst mér í æskunnar blóma en eilífðin öll er ást mín til þín sem Alfaðir ætíð mun geyma.

Í djúpinu (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í dimmbláu djúpinu dvelur vitund mín eins og flugfiskar fæðast hugsanir mínar líkt og loftbólur lifna hugsanir mínar fiskarnir fljúga úr dimmbláu djúpinu loftbólur leysast upp í blikandi yfirborðinu.

Haust (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sefur sól und jarðar yggldri brún haust hvín vindurinn hvössum rómi úfið svelgir haf saklaust skip sorgmætt grætur regn í nætur stríði.

Í djúpinu (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í dimmbláu djúpinu dvelur vitund min eins og flugfiskar fæðast hugsanir mínar líkt og loftbólur lifna hugsanir mínar fiskarnir fljúga úr dimmbláu djúpinu loftbólur leysast upp í blikandi yfirborðinu

Und (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eins og sært dýr leitar inn í skóginn til að deyja flýr vitund mín veruleikann og vefur sjálfa sig örmum handan þessa heims þar sem ennþá -er von.

Trúbadorinn (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Er ég leit í augu þín einn dag um skamma hríð var sem tíminn hætti að tifa um stund með tár á hvarmi Ég man þá dul sem dagur rynni nýr og draumur minn varð eitt með þér og söng þínum Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði um kring Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði í hring og leist í augu min svo lengi að lifnaði ást til þín Ég lifði eilífð þá eða aðeins augnablik sem ennþá býr í sálu og hjartarótum mínum og ég veit þó finnumst aldrei meir á vegi okkar lífs þá man ég þig Ég veit þó...

Vor í Reykjavík (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í grænum kjól kemur vorið dansandi með sunnangolunni um ljóskvik stræti og torg en borgin nuddar stýrur úr augum fer á fætur og býður sólinni kaffi –sér til samlætis

Jól (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ert þú í raun og veru sonur Guðs spyr leikarinn í sjónvarpinu Jesúm Krist. Það eru þín orð svarar Frelsarinn með bros á vör. Jólatréð er sofnað Það hallast ískyggilega á aðra hliðina og mér flýgur í hug hvort það hafi líka stolist í sherryið sem var falið í þvottavélinni á jólanótt Rauð köngulló er snyrtilega bundin um topp þess en gulir götuvitar lýsa dauflega á drúpandi greinum. Úti sitja hrafnar á ljósastaurunum krunkandi eftir feita hangikjötinu sem við hentum í ruslið á...

Næturljóð (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Hægt og hljótt læðist dagurinn á brott þegar nóttin tendrar á tunglinu og breiðir yfir börnin sín sem sofa og dreyma um tunglskinssyni og stjörnudætur með norðurljósahár dansandi hring eftir hring meðan jörðin snýr sér -og brosir í laumi.

Huggun (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Þú kemur til mín ósköp hægt og hljótt er húmið dökka sest um sefa minn. Í hjarta mér þá ríkir helköld nótt en heit mín tár sem falla á fölva kinn. Þá lýsa mér þín augu blíð og blá svo björt og hrein þar skín mér ástin þín. Sem gefur aftur gleymda von og þrá þú gófga litla kisu–ljúfan mín.

Djúpt í vitund minni (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Líkt og hringir á vatni gárast ljósið á leið til hins óræða. Stjarneindir glitskærar drjúpa krystalstær dögg augnsilfur himnanna. Dauðadjúpt vatnið flýtur mjúklega yfir vitund sjálfs míns. Maurildin sindra í myrku yfirborðinu.

Heima (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Bárunnar blúndukögur skrýðir dimmbláa klettaströnd þar sem svarthvítir fuglarnir sveima í hljómþýðum söngleik vindanna úr þverhníptu bergi óma ótal vonglaðar raddir vorsins sígrænu drauma hugur minn horfir og saknar er ung ég undi og unni –í faðmi þér fagra eldborna eyja.

Sátt 'Breyting á ljóðinu' (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Í ljóssporum daganna liggja vængbrotnir fuglar bernskuminningannna Í blámóðu húmsins bærast glitofin ský hvíthærðrar ævi Í dumbrauðri nóttinni leiðast æskan og ellin á vit hinna ókomnu tíma.

Sátt. 'Breyting á ljóðinu' (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Í ljóssporum daganna liggja vængbrotnir fuglar bernskra minninganna. Í blámóðu aftansins bærast glitofin ský einnar hvíthærðrar ævi. Í dumbrauðri nóttinni dansa æskan og ellin hönd í hönd á vit hinna ókomnu tíma.

Í nóttinni. (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Hvítir hestar koma fljúgandi á móti mér í purpurarauðri nóttinni þytur vængja þeirra snertir enni mitt og hugur minn hlær með sjálfum sér.

Vitfirrt ást (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ef þú kæmir til mín myndi ég ráðast á þig og rífa utan af þér fötin strjúka síða dökka hárið þitt leggja höfuðið að brjósti þínu og heyra hjartað slá svo myndi ég stilla þér upp á stofuborðið og kyssa á þér stórutærna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok