Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Framkvæmdir á heimilinu (10 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Núna langar mig til að byrja á svolitlu hérna á þessu áhugamáli. Eftir því sem að ég kemst næst þá verður að pósta þessu sem grein. Ekki er hægt að hafa þetta sér, amk ef að allir eiga að geta verið með. Hugmyndin er þannig að fólk geti sent inn lýsingu á þeim framkvæmdum sem að viðkomandi er að byrja á á sínu heimili. Einnig þyrfti helst að fylgja mynd, svona “fyrir” mynd. Svo þegar að verkið er búið þá væri hægt að senda inn svona “eftir” mynd og hinum leyft að sjá hvernig til tókst. Gaman...

Einn, tveir og elda (3 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég fékk fyrir stuttu að vera viðstödd upptökur á þættinum einn, tveir og elda. Þið vitið, þátturinn sem að var á Stöð 2 í fyrra með Sigga Hall. Núna er verið að byrja sýningar aftur en í þetta skiptið og stjórnandinn Bryndís Schram. Hún er sko ekki síðri en Siggi Hall, skemmtilegri ef eitthvað er. Þetta var ofsalega gaman að fylgjast með þessu og það kom mér reyndar á óvart að það er ekkert “svindl” í gangi. Matreiðslan tekur 20 mínútur og ekkert meira! Og ekkert smá sem að þessir kokkar eru...

Omega (3 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Gömul hjón voru að horfa á Omega eitt kvöldið. Á dagskrá var einn af þessum sjónvarps predikurum sem lækna allt og alla. Hann lítur í myndavélina Og segir: “Góðir áhorfendur, ég ætla nú að deila með ykkur gríðarlegum lækningarmætti mínum. Mig langar að biðja ykkur að standa upp, leggja aðra hönd á sjónvarpið Og hina höndina á þann líkamshluta sem þarfnast lækningar.” Gamla konan var búin að vera ansi slæm í maganum, svo hún stendur upp, leggur aðra hönd á sjónvarpið og hina á magann. Gamli...

Heimilið og tryggingar (10 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Eflaust gera allir sér grein fyrir því hvað það er nauðsynlegt að vera tryggður fyrir áföllum. Samt er alltaf að heyrast að fólki missi aleiguna af ýmsum ástæðum af því að það var ekki tryggt! Nú veit ég alveg að ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk tryggi sig ekki. Margir segja örugglega að þeir hafi ekki efni á því en mér finnst að frekar ætti að horfa á hlutina þannig hvort maður hafi efni á því að vera ekki tryggður. Aðrir segja kannski að þeim finnist ekki taka því að tryggja sig...

Krækiber (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta er bara eitt dæmi um hvað er hægt að gera úr krækiberjum. Er ekki aðal berjatíminn núna? Ég á slatta af berjauppskriftum í viðbót ef að einhver hefur áhuga, hef safnað þessu úr ýmsum áttum. Krækiberjabúðingur (f fjóra) 3 dl krækiber 3 dl nýmjólk 2½ dl rjómi 1 stk Royal skyndibúðingur í pakka, sítrónu <u>Smá upplýsingar sem ég fann um krækiber:<u> Krækiber eru svört og töluvert minni en bláber. Þegar berin eru að vaxa verða þau fyrst græn (grænjaxlar), síðan rauð og loks svört. Krækiber...

Hvað er nú besta fjárfestingin? (3 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur. Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur. Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir. Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því. Þegar...

Matarinnkaup heimilisins (33 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
jæja, ég veit nú varla hvort þetta ætti betur heima á matargerð. En skellum þessum bara hérna. Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér undanfarið innkaupum á heimilinu. Hvar ég versla, hvernig og síðast en ekki síst hvað ég eyði miklu í heimilisreksturinn. Ég er þannig að ég reyni að versla sem mest í Bónus. Þar kaupi ég langflest, nema grænmeti og ávexti. Það finnst mér best að versla í Hagkaup. Bleyjur kaupi ég reyndar í Gripið og greitt, þar eru þær langódýrastar (amk Pampers). Í 10-11...

Plokkfiskur (eins og mamma gerir) (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þessi plokkfiskur er mjög fínn, ég er loksins búin að læra þetta. fyrir ca 4 400 g ýsa (má líka alveg vera þorskur) 40-50 g hveiti 50 g smjörlíki 4-5 dl nýmjólk 1 stk laukur (í stærri kantinum) saxaður salt og pipar eftir smekk Byrjið á að sjóða fiskinn á hefðbundinn hátt og kælið svo. Smjörlíki og hveiti saman. Bætið mjólk útí jafn óðum þannig að úr verði jafningur. Það þarf að hræra vel í svo að ekki brenni. Bætið svo lauknum saman við og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Blandið að...

Gerðu það sjálfur ? (10 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
hvernig er þetta hjá ykkur? Eruð þið dugleg við að framkvæma sjálf viðhald á heimilum ykkar? Þá er ég aðallega að spá í ykkur sem að eru ekki “faglærð” við svona eins og ég og minn maður. Við stóðum frammi fyrir því að annað hvort selja íbúðina og kaupa aðra stærri eða fara útí framkvæmdir. Við ákváðum að reyna seinni kostinn. Við byrjuðum á því að leggja parket á hluta íbúðarinnar. Reyndar voru þar að verki maðurinn minn og vinur hans. Hvorugur hafði lagt parket áður. En þetta gekk bara...

Nágrannar (29 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég veit ekki um aðra en ég er frekar óheppin með nágranna. Nú er málið eiginlega þannig að ég bý í frekar stórri blokk í Reykjavík. Þar er samansafn af hinu og þessu fólki, ungt fólk, gamalt fólk, fjölskyldu fólk o.s.frv. Þar eru flestar íbúðir í einkaeign, nokkrar leiguíbúðir, eitthvað á Öryrkjabandalagið og svo eiga Félagsbústaðir nokkar (sem betur fer ekki margar). Það eru nokkrar íbúðir í húsinu sem virðist alltaf vera mesta vandamálið. Þar býr tillitslaust fólk, fólk sem er alveg sama í...

Föndur á veggi (7 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
ég er alltaf að fá nýjar hugmyndir sem að mig langar að framkvæma. Ég var að mála herbergið mitt um daginn og skipti því í tvennt. Tveir veggir eru málaðir rauðir og hvítir og línar er skáhallt úr efra horni og niður. Ég ætlaði að setja fallegan borða á skilin en svo finn ég hvergi borða sem að mig langar í. Svo að ég var að spá í eitt og nú eigið þið örugglega eftir að finnast ég klikkuð. Mig langar að taka servíettur og klippa til og líma þær á vegginn með límlakki þannig að þær myndi...

Flísar ...... (11 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
jæja gott fólk, mig langar til að athuga hvort að einhver hérna getur gefið ráðleggingar um flísar. Ég er að velta fyrir mér að flísaleggja á tveimur stöðum, í fyrsta lagi borðplötuna í eldhúsinu (innréttingunni). Ég sá einu sinni svona í “Innlit útlit” þáttunum sem kom geggjað vel út. Í öðru lagi er um að ræða ca meters breiðan vegg, reyndar hlið á forstofuskápunum sem skilja að forstofu og eldhús. Þar ætlaði ég að setja spegil og ljós og flísaleggja svo mosaik í kringum. En ég kann bara...

Barnapíur og eftirlit með þeim (33 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég lenti í aðstöðu í gær sem að varð til þess að ég fór að hugsa svolítið um þessi barnapíumál. Mín vandræði voru þau að ég bað barnapíu um að líta eftir börnunum mínum (1 og 3 ára) í svolitla stund á meðan að ég færi á fund sem var í sama húsi. Þau voru heima hjá mér og ég var að koma heim með eldra barnið þegar að ég fór á fundinn. Einum og hálfum tíma seinna þá fór ég upp og hringdi dyrasímanum. Enginn svaraði. Ég vissi að hann hafði verið hálf sambandslaus þannig að ég komst inná ganginn...

Börn og klæðnaður (31 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hvað finnst ykkur um klæðaburð margra ungra stúlkna í dag? Ég verð að viðurkenna að ég varð nú svolítið hneyksluð þegar að ég sá um daginn 12 ára stelpur sem greinilega notuðu g-streng, það fór ekki framhjá neinum sem að þær sáu. Í mjaðmabuxum sem varla náðu uppfyrir mjaðmabeinin, bol sem varla náði niður fyrir brjóst, í g-streng og blúndum…. Svo fór ég nú að spá svolítið í þessu og skoðaði í verslanir hérna í Reykjavík. Þar er greinilega gert útá að selja nærfatnað í þessum stærðum....

Frábær salat uppskrift (4 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þessa fékk ég senda í e-mail, veit ekkert hver er höfundurinn en hann á svo sannarlega hrós skilið Klikkað kjúklingasalat 3 kjúklingabringur iceberg sesamfræ 4-5 msk. hunang rauðlaukur tómatar avacado paprika (rauð og jafnvel græn) fetaostur Ristið sesamfræin og takið þau af pönnunni. Kjúklingabringurnar eru skornar í bita og steiktar á pönnu. Þegar að þær eru alveg að verða tilbúnar bætið þið hunangi útí og steikið þar til kjúklingurinn hefur fengið gylltan lit á sig! Sesamfræum bætt á...

Pottréttur sem klikkar ekki (2 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þessi er alveg frábær, endilega prófið og njótið :) Í réttinn þarf eftirfarandi: 600 gr nauta, lamba- eða folaldahakk slatta af ferskum sveppum, 2 paprikur og 1 lauk tómatsósu (Ekki Vals) 2 nautakjötsteninga papriku- og sveppasmurost 1 peli af rjóma Hakkið er þurrsteikt og sett í þokkalega stóran pott. Síðan er grænmetið brytjað niður, ekki of smátt og steikt á pönnu. Ekki linsteikja !!! Blandað saman við hakkið. Síðan eru teningarnir og 1 slurpur af tómatsósunni settir útí allt saman. Þetta...

Fimm ára stúlka.... (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ekkert í heiminum jafnast á við það að vera fimm ára. Lítil fimm ára stúlka er nógu stór til að fara yfir götu án þess að einhver fullorðinn haldi í hendina á henni og nógu lítil til að klifra upp í kjöltu föður síns til að hlusta á sögu áður en hún fer að hátta. Fimm ára gömul getur hún verið bæði stór og skynsöm þegar að hún fer í búðir fyrir mömmu sína. En henni leyfist að vera mjög líitil og syfjuð þegar kemur fram yfir háttatíma. Fimm ára stúlka getur vel verið þekkt fyrir að eiga álfa...

Bumper Stickers for Ladies (0 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Bumper Stickers for Ladies *********************************************** ******************************* 1. SO MANY MEN, SO FEW WHO CAN AFFORD ME. 2. GOD MADE US SISTERS, PROZAC MADE US FRIENDS. 3. COFFEE, CHOCOLATE, MEN … SOME THINGS ARE JUST BETTER RICH. 4. DON'T TREAT ME ANY DIFFERENTLY THAN YOU WOULD THE QUEEN. 5. I'M OUT OF OESTROGEN AND I HAVE A GUN. 6. WARNING: I HAVE AN ATTITUDE AND I KNOW HOW TO USE IT. 7. OF COURSE I DON'T LOOK BUSY…I DID IT RIGHT THE FIRST TIME. 8. DO NOT START...

Geðvonska eða hvað? (1 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Maður kemur inn í banka og eftir að hafa beðið í röð í tuttugu mínútur án þess að hafa þokast nokkuð áfram að ráði fer hann til þjónustufulltrúa og segir, “heyrðu kellingar drusla, ég er hér með ávísun sem að ég þarf að leggja inn, og það fucking kemur ekki til mála að ég bíði eina helvítis mínútu í viðbót í þessari andskotans röð.” “Heyrðu nú mig,” segir þjónustufulltrúinn, “ég líð ekki svona munnsöfnuð hérna í þessum banka.” “Jæja fyrirgefðu, en þessi djöfullsins ávísun er ekki að fá neina...

Why parents have gray hair (4 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 10 mánuðum
var að lesa þennan og varð að pósta honum hérna, þið sem hafið séð hann áður verið að fyrirgefa. The boss of a big company needs to call one of his employees about an urgent problem with one of the main computers. He dialed the employees home phone number and was greeted with a child's whispered, “Hello?” Feeling put out at the inconvenience of having to talk to a youngster the boss asked, “Is your Daddy home?” “Yes,” whispered the small voice. “May I talk to him?” the man asked. To the...

DOES HEAVEN HAVE A PHONE NUMBER (10 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mommy went to Heaven, but I need her here today, My tummy hurts and I fell down, I need her right away, Operator can you tell me how to find her in this book? Is heaven in the yellow part, I don't know where to look. I think my daddy needs her too, at night I hear him cry. I hear him call her name sometimes, but I really don't know why. Maybe if I call her, she will hurry home to me. Is Heaven very far away, Is it across the sea? She's been gone a long, long time she needs to come home now!...

Ferrari - Austurríki - dómur (17 álit)

í Formúla 1 fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jæja, þá er búið að dæma í málinu, þessum skrípaleik sem hefur verið í gangi útaf “svindli” Ferrari manna í Austurríki. Liðið, Schumacher og Barrichello eru dæmdir til að greiða samtals 1 milljón dala í sekt. Reyndar þurfa þeir bara að greiða helminginn núna og svo er hitt “skilorðsbundið” í eitt ár. hvað finnst ykkur? Mér hefur alltaf fundist peningasektir í Formúlu 1 hallærislegar. Þær skipta ekki nokkru máli nema fyrir liðin sem eru neðst (og fátækust). Væri ekki nær að setja um þetta...

Börn og mataræði (20 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég er mikið búin að velta fyrir mér mataræði ungra barna. Sjálf á ég tvö, eins árs og tæplega þriggja ára. Hvað varðar mín börn þá eru þau mjög mismunandi hvað varðar mat og matarvenjur. Það hefur alltaf þurft að halda mat að stráknum (sem er eldri) og hvetja hann til að vera duglegur að borða. Stundum borðar hann vel, stundum næstum ekkert. Hann er svolítið matvandur en þó held ég ekkert meira en gengur og gerist. En það virðist vera alveg sama hvað hann er að borða, hann fitnar aldrei....

Karlmenn eru bestir eða hvað??? (1 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það hafa eflaust margir séð þetta áður en ég læt samt vaða…….. Af hverju eru karlmenn bestir ? 100 atriði Af hverju er betra að vera karlmaður. 1. Símtöl ná ekki að verða meira en 30 sekúndur, max. 2. Nekt í bíómyndum er nánast alltaf kvenna 3. Þú veist helling um vélar. 4. Fimm daga frí, ein taska 5. Enski Boltinn 6. Þú þarft ekkert að vera að fylgjast með kynlífinu hjá félögunum 7. Biðröðin á settið er 80% styttri 8. Þú opnar þínar eigin sultukrukkur 9. Gamlir félagar gera ekki veður útaf...

Drengir eru yndislegir (9 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Drengir eru breytilegir að stærð, þyngd og lit. Þeir eru alls staðar, uppi á öllu og innan í öllu, klifrandi, hlaupandi eða stökkvandi. Mæður elska þá, litlar stúlkur hata þá, eldri systkini umbera þá og drottinn heldur verndarhendi sinni yfir þeim. Drengur er sannleikur í mannsmynd með gúmtuggu í hárinu og von framtíðarinnar með ánamaðka í vasanum. Drengur hefur matarlyst eins og hestur, meltingu eins og sverðagleypir, orku eins og vasakjarnorkusprengja, rödd eins og einræðisherra. Hann er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok