Ekkert í heiminum jafnast á við það að vera fimm ára. Lítil fimm ára stúlka er nógu stór til að fara yfir götu án þess að einhver fullorðinn haldi í hendina á henni og nógu lítil til að klifra upp í kjöltu föður síns til að hlusta á sögu áður en hún fer að hátta. Fimm ára gömul getur hún verið bæði stór og skynsöm þegar að hún fer í búðir fyrir mömmu sína. En henni leyfist að vera mjög líitil og syfjuð þegar kemur fram yfir háttatíma. Fimm ára stúlka getur vel verið þekkt fyrir að eiga álfa og dverga og allar aðrar verur ævintýrabókanna að vinum, en segja samtímis frá því hve dugleg hún sé að hlaupa á rúlluskautum, opna rennilása og binda hnúta sem rakna ekki upp af sjálfu sér. Þegar maður er fimm ára biður maður kvöldbæn og ávítar dúkkurnar sínar með sama alvöruþrunga í röddinni. Í heimi hennar er varla til sá sjúkdómur sem ekki er hægt að lækna með rjómaís. Fimm ára gömul tekur hún skyndilegar en rökréttar ákvarðanir. Hún klæðist ekki lengur skriðbuxum, hún sker sjálf kjötbitann sinn og hún má sjálf smyrja brauðið sitt. Hún hefur miklar mætur á töskum, hárslaufum og litlum frændum og frænkum. Lítil fimm ára stúlka er í hugum allra og allt sem augu hennar sjá lýtur yfirráðum hennar.

- Hazel Murphy Sullivan -


þessi texti er jafn yndislegur að mínu mati og textinn sem ég sendi um daginn um drengi. Enn óska ég þess að kunna að skrifa svona flotta texta.

chloe hugmyndasnauða
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín