Einn, tveir og elda Ég fékk fyrir stuttu að vera viðstödd upptökur á þættinum einn, tveir og elda. Þið vitið, þátturinn sem að var á Stöð 2 í fyrra með Sigga Hall. Núna er verið að byrja sýningar aftur en í þetta skiptið og stjórnandinn Bryndís Schram. Hún er sko ekki síðri en Siggi Hall, skemmtilegri ef eitthvað er.

Þetta var ofsalega gaman að fylgjast með þessu og það kom mér reyndar á óvart að það er ekkert “svindl” í gangi. Matreiðslan tekur 20 mínútur og ekkert meira! Og ekkert smá sem að þessir kokkar eru flinkir við þetta, réttirnir brögðuðust bara þrælvel, amk þeir sem að ég fékk að smakka á. Ég bíð spennt eftir að uppskriftirnar koma á netið.

Mér finnst samt eitt svolítið plat við þetta. Það er lögð svolítil áhersla á að aðstoðarkokkurinn má ekki versla fyrir nema 1500kr í Nóatúni. En svo fá kokkarnir að nota ýmislegt annað, t.d. allar kryddjurtir, smjör, rjóma, soð og svoleiðis. Svo er þetta yfirleitt ekki fyrir nema einn. Reyndar notuðu kokkarnir ekki alltaf allt hráefnið sem var keypt.

<a href="http://www2.mbl.is/mm/serefni/elda/"> Heimasíða þáttanna frá því í fyrra </a>
Á þessari síðu finnuru allar uppskriftirnar frá því í fyrra.

matarkveðjur,
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín