Jæja, þá er búið að dæma í málinu, þessum skrípaleik sem hefur verið í gangi útaf “svindli” Ferrari manna í Austurríki.

Liðið, Schumacher og Barrichello eru dæmdir til að greiða samtals 1 milljón dala í sekt. Reyndar þurfa þeir bara að greiða helminginn núna og svo er hitt “skilorðsbundið” í eitt ár.

hvað finnst ykkur? Mér hefur alltaf fundist peningasektir í Formúlu 1 hallærislegar. Þær skipta ekki nokkru máli nema fyrir liðin sem eru neðst (og fátækust). Væri ekki nær að setja um þetta reglur til að koma í veg fyrir svona?
Að mínu mati þá á keppnin ekki bara að vera á milli liða, keppnin á líka að gilda á milli liðsfélaga. Þannig er þetta miklu skemmtilegra.

Enda sást nú greinilega og heyrðist þegar að “atvikið” varð að áhorfendur á staðnum sem og annars staðar í heiminu voru ekki hrifinir af uppátækinu.

bkv.
chloe formúlufíkill.
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín