ég er alltaf að fá nýjar hugmyndir sem að mig langar að framkvæma.
Ég var að mála herbergið mitt um daginn og skipti því í tvennt. Tveir veggir eru málaðir rauðir og hvítir og línar er skáhallt úr efra horni og niður. Ég ætlaði að setja fallegan borða á skilin en svo finn ég hvergi borða sem að mig langar í. Svo að ég var að spá í eitt og nú eigið þið örugglega eftir að finnast ég klikkuð. Mig langar að taka servíettur og klippa til og líma þær á vegginn með límlakki þannig að þær myndi nokkurs konar borða.

Þið sem kunnið eitthvað í föndri, haldið þið að þetta sé hægt?

Og ef einhver veit um búð sem selur venjulega borða þá væri ágætt að fá ábendingar þó svo að hin hugmyndin sé orðin miklu meira spennandi.

föndurkveðjur,
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín