Þessi er alveg frábær, endilega prófið og njótið :)

Í réttinn þarf eftirfarandi:

600 gr nauta, lamba- eða folaldahakk
slatta af ferskum sveppum, 2 paprikur og 1 lauk
tómatsósu (Ekki Vals)
2 nautakjötsteninga
papriku- og sveppasmurost
1 peli af rjóma

Hakkið er þurrsteikt og sett í þokkalega stóran pott. Síðan er grænmetið brytjað niður, ekki of smátt og steikt á pönnu. Ekki linsteikja !!! Blandað saman við hakkið. Síðan eru teningarnir og 1 slurpur af tómatsósunni settir útí allt saman. Þetta er svo hrært vel saman og u.þ.b. ¾ af sitthvorum ostinum settur útí. Magnið af ostinum ræðst hinsvegar af magninu af nautahakkinu og grænmetinu. Síðan er þetta hrært vel saman á vægum hita og passað að ekki brenni við. Síðan að lokum er rjóminn settur útí og látið malla.

Meðlæti: Hrísgrjón, hrásalat og hvítlauksbrauð.

Ath. Passa verður að hakkið sé ekki of feitt.
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín