hvernig er þetta hjá ykkur? Eruð þið dugleg við að framkvæma sjálf viðhald á heimilum ykkar? Þá er ég aðallega að spá í ykkur sem að eru ekki “faglærð” við svona eins og ég og minn maður.

Við stóðum frammi fyrir því að annað hvort selja íbúðina og kaupa aðra stærri eða fara útí framkvæmdir. Við ákváðum að reyna seinni kostinn.

Við byrjuðum á því að leggja parket á hluta íbúðarinnar. Reyndar voru þar að verki maðurinn minn og vinur hans. Hvorugur hafði lagt parket áður. En þetta gekk bara ágætlega, lærður smiður og reyndur hefði eflaust verið miklu fljótari auðvitað.
Svo þurfti að setja upp milliveggi. Þá gerðum við sjálf líka, gerðum þá meira að segja að hluta til úr gleri. Þetta gekk allt saman. Málning reyndist nauðsynleg líka, svo var það auðvitað parketlistar.

Næst á dagskrá er að koma einni hurð á sinn stað og mála svo þær fimm hurðar sem eru í íbúðinni, sem og forstofuskápana. Svo langar mig að taka eldhúsinnréttinguna í gegn, lakka og skipta um höldur og jafnvel flísaleggja borðplötuna. Eldhúsinnréttingin er reyndar mál sem að ég legg ekki í strax, þarf að afla mér upplýsinga fyrst um hvernig er best að haga sér við þetta.

En ég var svolítið hissa á því þegar að við byrjuðum á þessu öllu hvað auðvelt er að fá aðstoð fagmanna í verslunum t.d. Ekkert mál að spyrja endalaust og fá ráð. Við versluðum mest við BYKO og þar fengum við fína þjónustu.

Ég mæli sko alveg með því að fólk geri hlutina sjálft. Ég sé ekki eftir því að hafa lagt í þetta. Auðvitað hefði verið einfaldara að flytja út í ca viku og láta fagmenn um þetta. En það hefði verið miklu dýrara. Og ég hefði ekki getað sýnt fólki þetta stolt núna og sagt; ÞETTA GERÐUM VIÐ SJÁLF :)

bkv. og gangi ykkur vel með það sem þið reynið að gera
chloe framkvæmdaglaða

p.s. við höfum fengið mjög góð comment á það sem við erum búin með.
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín