Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Þátturinn 7. janúar 2003 (5 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þátturinn í dag hófst á því að Darcy og Karl rifust um aðvörunina sem að Karl gaf Serenu fyrir að vera of “vingjarnleg”. Hann viðurkenndi reyndar að hún hefði reynt við hann…….. Lou og Harold ræddu um “kvikmyndina” sem að Lou og fleiri voru að fjárfesta í… Skólinn var að byrja aftur og Leo er ekki enn sáttur við að pabbi hans sé að kenna honum. Leo hleypti músunum út og lét Emily systur sína hafa nokkrar, m.a. Pinky held ég…. mikið drama útaf MÚSUM!! Tad vill flytja til Toadie og Dee en...

Brauðréttur með fetaosti og svörtum ólífum (4 álit)

í Matargerð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þennan ætla ég að prófa á morgun, fann hann í nýju Brauðréttabók Hagkaupa (sem er bara snilldin ein). Efni: 6 stk brauðsneiðar án skorpu 1/2 stk rauðpaprika 1/2 stk græn paprika 1 dós grænn aspas 10-15 stk svartar ólífur (eða eftir smekk) 1/2 krukka fetaostur í kryddlegi 100 gr brieostur (til dæmis með gráðaostsrönd) 1 dl rjómi 1 dl matreiðslurjómi 60 g feitur ostur, rifinn þurrkað timjan og basilíka Aðferð: Rífið brauðið niður og setjið í smurt eldfast form. Skerið niður paprikuna, aspasinn...

Friends er byrjað aftur !!! (37 álit)

í Gamanþættir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
LOKSINS LOKSINS byrjaði Friends aftur! Þátturinn hófst á sjúkrahúsinu og eins og þið munið þá voru Ross og Rachel nýbúin að eignast barn. Joey var að beygja sig eftir hring á gólfinu og fyrir algeran klaufagang þá hélt Rachel að hann væri að biðja sín og sagði já. Joey klaufi sagði auðvitað ekki neitt! Svo voru þau trufluð…… Joey sagði Chandler frá þessu og hann ráðlagði Joey að leiðrétta þennan misskilning. Monica sagði Chandler að hún vildi eignast barn og bað hann um að koma aftur í...

Gleðileg jól !! (1 álit)

í Heimilið fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Guð gefi öllum netverjum (og auðvitað hinum líka) gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi næsta ár færa okkur öllum hamingju og gleði. Á mínu heimili eru allir að springa úr eftirvæntingu. Ilmandi hangikjötslyktin í allan dag og svo er verið að byrja á jólasteikinni með öllu tilheyrandi. Jólakveðjur til ykkar allra, chloe

Þátturinn 17. nóvember (6 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þátturinn snerist eiginlega bara um Kennedy/Kirk fjölskylduna. Libby,Drew og Karl voru í sveitinni hjá fjölskyldu Drew, hann að keppa í rodeo (og vann auðvitað) og Libby læstist inni í hesthúsi og auðvitað fór þá fæðingin af stað (hvað annað). Hún náði loks sambandi við mömmu sína sem að hringdi í Ron (pabba Drew) og þeir fundu hana. Libby var flutt á spítalann í Erinsborough í þyrlu og fæddi barnið þar. Strákur var það. Hún var látin fæða barnið þrátt fyrir að það ætti að vera lífshættulegt...

Kjúklingur fylltur með mascarpone-osti (0 álit)

í Matargerð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég “stal” þessari uppskrift af vef “Einn, tveir og elda”. Ég var viðstödd þegar að þátturinn var tekinn upp þar sem að þessi uppskrift var notuð. Gestakokkurinn var Andri Snær Magnason. Ég fékk örlítið smakk af þessu þá og það var nóg til að ég heillaðist, síðan hef ég verið að bíða eftir uppskriftinni. Hráefni: 1 kjúklingabringa ½ dós mascarpone-ostur 2 msk. sólþurrkaðir tómatar safi úr einni sítrónu 30 g furuhnetur basil frá Engi steinselja ½ dl balsamik hvítlauksrif 30 g parmesanostur...

Ást barna nær út fyrir öll mörk.......... (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: “þetta er handa þér pabbi”. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að...

Skreytingar á heimilinu fyrir jólin (10 álit)

í Heimilið fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Í dag er kominn 6. desember og þegar að maður keyrir um hérna í höfuðborginni er greinilegt að flestir eru farnir að skreyta heimili sín fyrir jólin. Amk eru aðventuljós mjög algeng sjón og jólaseríur í gluggum og úti í görðum. Hvernig er þetta hjá ykkur? Eruð þið farin að skreyta ykkar heimili fyrir jólin? Hvernig skreytið þið og eru einhverjar “reglur” í gangi hjá ykkur hvað varðar skreytingar? Á mínu heimili er aldrei tekið fram jólaskraut fyrr en 1. des. Nema ef að 1 sunnudagur í aðventu...

Auðveldar sörur (5 álit)

í Matargerð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú þarft þetta: 1 poki makkarónukökur 1/2 lítir rjómi 100 gr suðusúkkulaði 200 gr suðusúkkulaði til að hjúpa með Aðferðin er þessi: Settu rjómann og súkkulaðið í pott og hitaðu þar til súkkulaðið er alveg bráðið, passið að rjóminn sjóði ekki. Kælið rjómablönduna í kæliskáp í nokkrar klukkustundir (helst yfir nótt). Þeytið rjómann og setjið í rjómasprautu, sprautið smá toppa á hverja köku og frystið í ca 1 klukkustund. Hjúpið að lokum og setjið aftur í frystinn. Þessar eru algjört sælgæti.

Uppáhalds húsgagnaverslunin þín? (24 álit)

í Heimilið fyrir 19 árum, 8 mánuðum
hæ, mig langar að gera smá könnun hérna (of flókin til að vera venjuleg könnun). Hver er uppáhalds húsgagnaverslunin þín? (má vera heimilisverslun, bara ekki matvöruverslun) Af hverju er hún í uppáhaldi? Hvað hefur þú oft verslað í viðkomandi verslun? Mín svör eru þessi: 1) IKEA. 2) Af því að IKEA er risastór búð, allt mögulegt til þarna og margt mjög ódýrt 3) Ég fer í IKEA í hverjum mánuði, oft reyndar bara til að kaupa mér kerti og skoða og láta mig dreyma um allt sem að mig langar í þarna...

18. nóvember (7 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þátturinn í dag byrjaði á því að Joel var að gera alla frekar leiða á tali um sjávarlíffræði (hann er greinilega einn um að hafa áhugann). Steph spurði pabba sinn hvort að hann vissi eitthvað um þennan Mitch (var það ekki annars nafnið) sem að hann var að vinna fyrir. Hvað hann hefði verið að flytja og svoleiðis. Joe sagði að þetta væri örugglega allt í lagi en hana grunar greinilega eitthvað af því að hann þekkti Woddy úr fangelsinu. Drew á greinilega í einhverjum vandræðum með gamlan vin...

Tillaga að öðruvísi jólapappír (14 álit)

í Hátíðir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
þetta er reyndar hugmynd sem að ég á ekki en fannst bara svo sniðug að ég ákvað að prófa…. Ég keypti brúnan pappír í rúllu og smá málningu. Svo leyfði ég 3 ára syni mínum að setja handa og fótaför á pappírinn. Svo ætlum við að prenta út af netinu og klippa af gömlum jólapappír svona hinar og þessar jólamyndir og líma inn á milli. Ég ætla líka að leyfa drengnum að spreyta sig svolítið sjálfur með puttamálningu (honum finnst það frábært). Ekki kannski það allra jólalegasta en ofsalega...

Börn á leikskólum (13 álit)

í Börnin okkar fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Mig langar til að fá smá umræðu hérna um börn á leikskólum og hvaða vandamál geta komið upp á milli barnanna. Ég er móðir ríflega þriggja ára drengs sem að er á leikskóla hérna í borginni. Hann fékk pláss þar rétt fyrir þriggja ára afmælið sitt. Þessi drengur minn á við málþroskavandamál að stríða (málþroski og málskilningur er á við tæplega tveggja ára barn). Hann er samt á eldri deild með 3-6 ára gömlum börnum. Núna erum við að bíða eftir að fá sérkennslu og talþjálfun fyrir hann. Honum...

Veðmálin.... (3 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Gömul kona gengur inn í banka með fullan poka af seðlum og ætlar hún að leggja peningana inn. Hún heimtar að fá bankastjórann til að afgreiða sig. það er venjulega ekki hægt í þessum banka en þar sem hún er með svo mikla peninga ákveður afgreiðslu fólkið að ná í bankastjórann (viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér)… Bankastjórinn spyr gömlu konuna hve mikið hún ætli að leggja inn. “14 milljónir króna” segir gamla konan og skellir pokanum á borð stjórans. Hann er auðvitað forvitinn og...

Kampavín (4 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hjón voru á leið austur fyrir fjall. Á miðri Hellisheiði valt bíllinn og karlinn lenti undir bílnum, töluvert slasaður. Bílinn hafði lent við álfahól. Út úr hólnum kom álfur. Eitthvað hefur álfurinn vorkennt karlinum svo hann sagðist gefa karli tvær óskir. Æ, ég vildi nú komast undan bílnum heill heilsu, stundi karlinn. Ekkert mál, sagði álfurinn og undan komst karlinn heill heilsu. Hver er hin óskin? spurði álfurinn. Ja, mikið vildi ég geta pissað dýrindis kampavíni í hvert skipti sem ég...

Læknisfræði (4 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Stúdentar í læknisfræði við Háskólann eru að fá sína fyrstu kennslustund í krufningu með alvöru líki. Þeir komu sér allir saman í kringum skurðarborðið þar sem líkið lá undir hvítu laki. Síðan byrjar prófessorinn kennsluna: “Í læknavísindunum er nauðsynlegt að hafa tvo kosti. Sá fyrri er að maður má ekki láta neitt vekja upp hjá sér viðbjóð.” Hann tekur síðan lakið af líkinu, stingur puttanum upp í rassinn á því og sýgur síðan puttann. “Núna vil ég að þið gerið slíkt hið sama!” Stúdentarnir...

Fyndnasti brandari í heimi (6 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 10 mánuðum
skv könnun breskra vísindamanna þá er þessi fyndnasti brandari í heimi…….. Tveir veiðimenn eru úti í skógi þegar annar þeirra hnígur niður. Hann virðist hættur að anda og augun í honum eru gljáandi. Hinn maðurinn takur fram farsímann sinn og hringir í neyðarlínuna. Hann segir óðamála: “Vinur minn er dáinn! Hvað á ég að gera?” Starfsmaður neyðarlínunnar svarar: “Vertu rólegur, ég get hjálpað þér. Fyrst verðum við að vera vissir um að hann sé dáinn.” Það er þögn um stund, síðan heyrist...

Doctor´s advice (4 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 10 mánuðum
A 60ish woman went to the doctor for a checkup. The doctor told her she needed more activity and recommended sex three times a week. She asked the doctor to, “Please, tell my husband.” The doctor goes out in the waiting room and tells the husband that his wife needs to have sex 3 times a week. The 70 year old man replies: “Which days?”. The Doctor says: “How about Monday, Wednesday and Friday. The husband says, ”I can bring her in on Monday and Wednesday, but on Fridays I play golf so she'll...

Endirinn er nálægur (4 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Séra Jónas og Séra Guðmundur stóðu saman við götu og héldu á milli sín skilti sem á stóð “Endirinn er nálægur. Snúið af vegi glötunar áður en það er um seinan!” Fyrsti vegfarandinn sem kom fann hvöt hjá sér til að kalla nokkur vel valin orð að prestunum. “Trúarbrjálæðingar! Látið okkur í friði! Reynið að predika þessa bókstafstrú heima hjá ykkur!” og annað í þessum dúr. Síðan ók hann sína leið, hálfu hraðar en áður. Handan við brekkuna heyrðist mikið bremsu- og árekstrarhljóð. “Heyrðu, Séra...

Heimilið og húsgögn (14 álit)

í Heimilið fyrir 19 árum, 11 mánuðum
af því að þetta er frekar “slow” áhugamál núna þá langar mig að setja af stað smá könnun, öllum frjáls þátttaka að sjálfsögðu :) hvaðan eru húsgögnin ykkar? 1. Eldhúsið 2. Stofan, sófasett og borð 3. Stofan, hillusamstæður og svoleiðis 4. Borðstofan 5. Svefnherbergið 6. Barnaherbergið ég skal byrja 1. eldhúsborð og stólar úr IKEA, barnastólarnir reyndar Trip Trapp 2. gamall hornsófi úr Rúmfatalagernum og stofuborð frá IKEA 3. Hillusamstæða frá Hirzlunni og sjónvarpsskápurinn líka 4. Hef enga...

Landafræði (4 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Landafræði konunnar Þegar konan er á aldrinum 18-21 árs er hún eins og Afríka eða Ástralía. Hún hefur verið uppgötvuð að hálfu leyti, en er annars villt og skartar náttúrulegri fegurð. Á frjósömustu svæðunum er mikill gróðurvötxtur. Þegar konan er á aldrinum 21-30 ára er hún eins og Bandaríkin eða Japan. Hún hefur verið uppgötvuð að fullu, er mjög þróuð og er opin fyrir öllum viðskiptum - og þá sérstaklega þeim sem snerta bíla eða peninga. Á aldrinum 30-35 er konan eins og Indland eða Spánn....

Fiskur og grænmeti (0 álit)

í Matargerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
þessi er víst alveg klikkað góður, ég ætla að prófa í vikunni ;) 1 búnt brokkoli 3-4 sveppir ½ rauðlaukur snöggsteikt á pönnu 1-2 fiskflök (skorin í litla bita) Setjið ½ box létt-sjávarréttaost (smurost) í pott og 1-2 dl vatn (bræðið) Setjið grænmetið í eldfast mót, síðan fiskbitana og síðast smurostinn. Gott að setja nokkrar ostsneiðar af 11-17% osti yfir. Létt kryddað. Hiti: 200 gráður í ca. 20-30 mín Meðlæti: Ferskt salat

Fallegar hugsanir (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Eftirfarandi texta fékk ég í tölvupósti. Eftir lesturinn sá ég einu sinni enn hvað svona dagur er nauðsynlegur í lífi okkar og barnanna öðru hvoru. Ég er sjálf stundum alltof ódugleg (löt á ljótu máli) við að taka frá tíma bara fyrir börnin. Einhvern veginn er maður alltaf að gera eitthvað annað líka, eitthvað smá eins og t.d. sinna húsverkunum. En við þurfum að gefa börnunum okkar nægan tíma með okkur og engum öðrum. TO MY CHILD: Just for this morning, I am going to smile when I see your...

Bókalestur fyrir börn (7 álit)

í Bækur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
sælir hugarar :) mig langar til að koma af stað umræðum um það hvað fólki finnst um að lesa fyrir börnin sín, t.d. fyrir svefn. Eruð þið dugleg að lesa fyrir börnin ykkar? og þið hin sem eruð ennþá börn/unglingar, lesið þið fyrir svefninn? Þið sem eruð að lesa fyrir litlu börnin, hvaða bækur eruð þið að lesa? Leyfiði börnunum að taka þátt eða er bara lesin ein romsa (sem skilur oft barnið eftir án þess að skilja nokkuð í sögunni)? Eruð þið kannski bara með myndasögur? Ég sjálf er ekki farin...

Harmleikur (19 álit)

í Börnin okkar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þessi frétt er tekin af mbl.is í dag “Kona sem skildi tvö börn sín, bæði undir tveggja ára aldri, eftir ein heima svo þau sultu í hel á meðan hún skemmti sér með kærasta sínum var í dag dæmd til átta ára fangelsisvistar af dómstóli í Kanada. Rie Fujii, 24 ára, viðurkenndi fyrr á árinu að hún hefði gerst sek um manndráp. Fujii er japanskur ríkisborgari og hefur dvalist ólöglega í Kanada. Búist er við að hún verði send úr landi þegar hún hefur afplánað refsinguna. Fujii flíkaði ekki...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok