Ég veit ekki um aðra en ég er frekar óheppin með nágranna. Nú er málið eiginlega þannig að ég bý í frekar stórri blokk í Reykjavík. Þar er samansafn af hinu og þessu fólki, ungt fólk, gamalt fólk, fjölskyldu fólk o.s.frv. Þar eru flestar íbúðir í einkaeign, nokkrar leiguíbúðir, eitthvað á Öryrkjabandalagið og svo eiga Félagsbústaðir nokkar (sem betur fer ekki margar).

Það eru nokkrar íbúðir í húsinu sem virðist alltaf vera mesta vandamálið. Þar býr tillitslaust fólk, fólk sem er alveg sama í hvaða umhverfi það býr og tekur ekkert tillit til annarra. T.d. í einni íbúð Félagsbústaða. Þar býr “pakk” sem er í dópi og öllu sem því fylgir. Það er búið að brjótast inn, skemma bíla, skemma lyftu, ræna fólk, eyðileggja sameign ofl. Reglulega er löggan ræst út og hún tekur eitthvað til þarna. Síðast var greinilega farið út með mikið af þýfi, eitthvað fannst af fíkniefnum og þess háttar. En ALLTAF er fólkinu hleypt þarna inn aftur ! Það gengur ekkert í að fá Félagsbústaði til að skilja að við viljum þetta “pakk” út úr húsinu til að vera örugg. Hvað þarf eiginlega að gerast til þess að farið sé að óskum okkar. Það er svo oft búið að kæra þetta fólk, bæði fyrir innbrot, þjófnað, ársir og ógnanir. Þarf þetta lið virkilega að ganga í skrokk á einhverjum þarna til þess að við losnum við það?

Hefur einhver lent í svona? Hvað er hægt að gera?
Ég get svo svarið fyrir það að ég varð ekki fyrir svona miklu ónæði þegar að ég bjó í miðbænum :(

chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín