jæja gott fólk,

mig langar til að athuga hvort að einhver hérna getur gefið ráðleggingar um flísar.

Ég er að velta fyrir mér að flísaleggja á tveimur stöðum, í fyrsta lagi borðplötuna í eldhúsinu (innréttingunni). Ég sá einu sinni svona í “Innlit útlit” þáttunum sem kom geggjað vel út.
Í öðru lagi er um að ræða ca meters breiðan vegg, reyndar hlið á forstofuskápunum sem skilja að forstofu og eldhús. Þar ætlaði ég að setja spegil og ljós og flísaleggja svo mosaik í kringum.

En ég kann bara ekkert að flísaleggja. Einhver hlýtur að geta gefið góð ráð.

Gallinn er reyndar sá að þetta er helv dýrt svo að ábendingar um ódýrustu flísaverslunina væru ágætar líka :)

bkv.
chloe framkvæmdaóða
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín