Börn á leikskólum Mig langar til að fá smá umræðu hérna um börn á leikskólum og hvaða vandamál geta komið upp á milli barnanna.

Ég er móðir ríflega þriggja ára drengs sem að er á leikskóla hérna í borginni. Hann fékk pláss þar rétt fyrir þriggja ára afmælið sitt. Þessi drengur minn á við málþroskavandamál að stríða (málþroski og málskilningur er á við tæplega tveggja ára barn). Hann er samt á eldri deild með 3-6 ára gömlum börnum. Núna erum við að bíða eftir að fá sérkennslu og talþjálfun fyrir hann. Honum líður vel á leikskólanum og er mjög sáttur þar.
En á mánudag gerðist svolítið sem að mér brá mjög útaf. Hann slasaði annað barn! Hann lamdi það víst þannig að hinn fékk gat á hausinn. Ekki stórt að vísu. Enginn virðist hafa séð þetta (amk ekki starfsmaður) þannig að ómögulegt er að segja um hvað gekk á. Það er ekki það að minn hafi verið að lemja einhvern miklu minni, minn drengur er mjög smár að vexti (langminnstur þarna). Ég skil nú bara varla að hann skuli hafa getað þetta.
Leikskólinn tók vel á þessu, minn var skammaður og auðvitað aftur þegar að hann kom heim til sín. En ég vissi ekkert hvað ég ætti eiginlega að gera meira. Ég reyndar endaði á því að skrifa smá bréf til foreldra hins barnsins og baðst afsökunar á hegðun drengsins. Vonandi hefur þeim líkað það.

En ég fór að spá…. þetta er víst ekki óalgengt að barn “slasi” annað barn. En hvernig er þessum málum almennt háttað? Hvað er gert ef að sama barn er ítrekað í svona málum? Hvernig eru börnin tryggð á leikskólum?

svo langar mig að spyrja ykkur hin um annað. Þið sem hafið þurft á aðstoð að halda fyrir börnin ykkar (þá er ég að meina sérfræðiaðstoð frá t.d. Leikskólum Rvk) hvað hafið þið þurft að bíða lengi eftir að eitthvað gerist? Mér var t.d. sagt af talmeinafræðingi að það væri ca 7-8 mánaða bið eftir talþjálfun!

bkv
chloe mamma
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín