Bókalestur fyrir börn sælir hugarar :)

mig langar til að koma af stað umræðum um það hvað fólki finnst um að lesa fyrir börnin sín, t.d. fyrir svefn. Eruð þið dugleg að lesa fyrir börnin ykkar? og þið hin sem eruð ennþá börn/unglingar, lesið þið fyrir svefninn?

Þið sem eruð að lesa fyrir litlu börnin, hvaða bækur eruð þið að lesa? Leyfiði börnunum að taka þátt eða er bara lesin ein romsa (sem skilur oft barnið eftir án þess að skilja nokkuð í sögunni)? Eruð þið kannski bara með myndasögur?

Ég sjálf er ekki farin að lesa fyrir mín börn nema einstaka sinnum fyrir soninn sem er nýorðinn þriggja ára. Hann er í Disney bókaklúbbnum og fær eina nýja myndasögu í hverjum mánuði. Hann er rosalega hrifinn af bókunum sínum og þarf alltaf tvær til þrjár með sér í rúmið til að skoða áður en hann sofnar.
Ég las sjálf mikið sem barn en man ekki eftir því að það hafi verið lesið fyrir mig. Ég las eiginlega bara allt, þó voru Ævintýrabækurnar e. Enid Blyton alltaf í rosalegu uppáhaldi. Þær las ég oft og hef ennþá gaman af.

Mín uppáhaldssaga hefur þó alltaf verið Bróðir minn ljónshjarta. Það er frábær saga (Astrid Lindgren er sígild).

kv.
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín