LOKSINS LOKSINS byrjaði Friends aftur!

Þátturinn hófst á sjúkrahúsinu og eins og þið munið þá voru Ross og Rachel nýbúin að eignast barn. Joey var að beygja sig eftir hring á gólfinu og fyrir algeran klaufagang þá hélt Rachel að hann væri að biðja sín og sagði já. Joey klaufi sagði auðvitað ekki neitt! Svo voru þau trufluð……

Joey sagði Chandler frá þessu og hann ráðlagði Joey að leiðrétta þennan misskilning.

Monica sagði Chandler að hún vildi eignast barn og bað hann um að koma aftur í skápinn og gera aðra tilraun.

Rachel sagði Phoebe frá “trúlofuninni” og Phoebe misskildi þetta og hélt að Rachel væri að tala um Ross. En þetta leiðréttist ekki þarna……

Pabbi Monicu kom að henni og Chandler í skápnum og sá hvað þau voru að gera. Monica sagði honum hvað þau væru að reyna og þá fór hann að gefa þeim “leiðbeiningar”!

Joey ætlaði að segja Rachel frá en þá kom hjúkkan með Emmu (litlu stelpuna) og Rachel fór að reyna að gefa henni brjóst. Joey var auðvitað alveg að flippa!!

Phoebe óskaði Ross til hamingju og þá komst þessi misskilningur upp að hluta. Ross talaði við Rachel og komst að því að þetta hefði verið Joey. Auðvitað varð úr þessu smá drama en allt stefndi í gott á milli Rachel og Ross. En þá fór Ross að hugsa; hún var með trúlofunarhringinn, Joey “bað” hennar og hún sagði JÁ = honum leist greinilega ekki vel á það……..

Hlakka til að sjá næsta þátt,
chloe

p.s. finnst ykkur ekkert fyndið hvernig barnsfæðingar eru sýndar í sjónvarpi?
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín