Þátturinn í dag byrjaði á því að Joel var að gera alla frekar leiða á tali um sjávarlíffræði (hann er greinilega einn um að hafa áhugann).

Steph spurði pabba sinn hvort að hann vissi eitthvað um þennan Mitch (var það ekki annars nafnið) sem að hann var að vinna fyrir. Hvað hann hefði verið að flytja og svoleiðis. Joe sagði að þetta væri örugglega allt í lagi en hana grunar greinilega eitthvað af því að hann þekkti Woddy úr fangelsinu.

Drew á greinilega í einhverjum vandræðum með gamlan vin sinn sem er að biðja hann um mikla peninga að láni.

Darcy er enn að reyna að sannfæra Karl um að hann eigi heima á stofunni. Ef að ég mætti ráða þá hyrfi Darcy úr þáttunum.

Strákurinn úr Hancock fjölskylduni (sá yngri, man aldrei hvað hann heitir) vildi að pabbi sinn samþykkti að þeir væru eins og ókunnugir í skólanum og pabbanum brá svolítið.

Svo voru auðvitað allir að vorkenna Lou, ég líka.

man, ekki meira…………
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín