Skreytingar á heimilinu fyrir jólin Í dag er kominn 6. desember og þegar að maður keyrir um hérna í höfuðborginni er greinilegt að flestir eru farnir að skreyta heimili sín fyrir jólin. Amk eru aðventuljós mjög algeng sjón og jólaseríur í gluggum og úti í görðum.

Hvernig er þetta hjá ykkur? Eruð þið farin að skreyta ykkar heimili fyrir jólin? Hvernig skreytið þið og eru einhverjar “reglur” í gangi hjá ykkur hvað varðar skreytingar?

Á mínu heimili er aldrei tekið fram jólaskraut fyrr en 1. des. Nema ef að 1 sunnudagur í aðventu er í nóv.

Ég byrja alltaf á aðventukransinum og aðventuljósinu. Hjá mér stendur aðventuljósið reyndar ekki úti í glugga heldur inni í stofu. Svo eru hengd upp jóladagatölin sem að ég saumaði handa börnunum. Og auðvitað jóladagatalakertið, það er ómissandi.

Það er engin sérstök regla á því hvenær ég byrja á jólaljósunum (seríunum). Ég er ekki byrjuð á því núna en ætla að drífa mig um helgina, amk að hengja umm útiseríuna.

Annað jólaskraut fer ekki upp fyrr en á Þorláksmessu. Þá skreytum við saman jólatréð og gerum fínt í kringum okkur.

Annars skreyti ég ekki mikið, nota reyndar ofsalega mikið af kertum í desember. Ég er svakalega mikil “kertakona”. Ég held að jólaskreytingar á heimilum fari líka svolítið eftir því hvernig fjölskyldan er samsett. Á mínu heimili er það ég, maðurinn minn og tvö börn (3 ára og 18 mán).

Jólakveðjur,
chloe jólabarn
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín