Þátturinn 17. nóvember Þátturinn snerist eiginlega bara um Kennedy/Kirk fjölskylduna.

Libby,Drew og Karl voru í sveitinni hjá fjölskyldu Drew, hann að keppa í rodeo (og vann auðvitað) og Libby læstist inni í hesthúsi og auðvitað fór þá fæðingin af stað (hvað annað). Hún náði loks sambandi við mömmu sína sem að hringdi í Ron (pabba Drew) og þeir fundu hana. Libby var flutt á spítalann í Erinsborough í þyrlu og fæddi barnið þar. Strákur var það. Hún var látin fæða barnið þrátt fyrir að það ætti að vera lífshættulegt fyrir hana. Allt leit vel út í fyrstu en þátturinn endaði á því að allt var í steik, hjartað hætt að slá (held ég) og allt í VESENI.

Annað sem að gerðist snerist um að Susan var að vandræðast með hvernig hún segði Elly (frænka hennar) að mamma hennar hefði skilið hana eftir þarna til að vera LENGI. Darcy reyndi að segja henni þetta en hann nær víst best til hennar ennþá. Hún trúði honum auðvitað ekki.

Man ekki meira……….

En mér fannst svo týpiskt hvernig fæðingin var sýnd. Libby að rembast og allt gekk ROSALEGA HRATT og svo var barnið allt í einu komið, enginn naflastrengur og barnið næstum því þriggja mánaða gamalt! amk benti útlitið til þess……

neighbours kveðjur,
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín