Brauðréttur með fetaosti og svörtum ólífum Þennan ætla ég að prófa á morgun, fann hann í nýju Brauðréttabók Hagkaupa (sem er bara snilldin ein).

Efni:
6 stk brauðsneiðar án skorpu
1/2 stk rauðpaprika
1/2 stk græn paprika
1 dós grænn aspas
10-15 stk svartar ólífur (eða eftir smekk)
1/2 krukka fetaostur í kryddlegi
100 gr brieostur (til dæmis með gráðaostsrönd)
1 dl rjómi
1 dl matreiðslurjómi
60 g feitur ostur, rifinn
þurrkað timjan og basilíka

Aðferð:
Rífið brauðið niður og setjið í smurt eldfast form. Skerið niður paprikuna, aspasinn og ólífurnar og setjið yfir brauðið. Setjið fetaostinn yfir og látið örlítið af kryddleginum fylgja með. Skerið brieostinn niður og setjið yfir. Blandið saman rjóma og matreiðslurjóma og hellið yfir brauðréttinn. Að lokum er rifnum osti dreift yfir og kryddað með timjan og basilíku.

Bakið brauðréttinn við 200°C í um 25-30 mín eða þar til osturinn er farinn að taka fallegan lit.

Nammi namm - ég hlakka sko til að smakka þennan.

chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín