Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Dalurinn
Dalurinn Notandi frá fornöld 1.136 stig

Tárin þín (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Í litlum daggardropa sem drýpur rósarblaði frá eru ástartár þín falin og vökva mína sál. Döggin í svala morgunsins voru tárin þín í gær glitra sem gimsteinar og minna mig á það besta sem ég á.

Ofmettnaður (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þú sjálfumglaði maður sem heldur að þú skiljir eftir þig merkilega arfleið á spjöldum sögunnar. Ég skal fullvissa þig um að spor þin verða ekki varanlegri en fótspor heiðargæsarinnar í fyrstu snjóum haustsins.

Heimkoma (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Að þrjátíu árum liðnum ber mig aftur á æskuslóðir með blæðandi hjarta og tómar hendur. Ég legg bát mínum við þínar strendur, þar sem loguðu eldar ástar og gleði er askan ein eftir.

Ertu þar ? (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þegar skuggi næturinnar breiðir hönd sína yfir augun mín hverf ég í þöglan heim,sem engin sér á vængjum draumsins í leit að þér.

Sorg (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þegar þú fórst mér frá var sem napur haustvindur blési og hrímköld hönd að hjarta legðist blómin drupu höfði og úti ríkti eilíf nótt. Frá þeim degi er sólin settist í vestri er sem skýjahula alla birtu deyði sál mín grætur í saknaðar þoku sem að eilífu líður mér um brá.

Sumarnótt (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Taktu mig í faðm þinn bjarta sumarnótt leifðu mér að gleyma dagsins önn og sárum taktu mig með þér bara í nótt, þessu einu nótt á vængjum þínum inn í dalanna ró. Kenndu mér að njóta frelsis kyssa laufblað á bjarkargrein spegla augun í lygnri vík og lykta reyrinn á engjateig Já taktu mig með þér og kenndu mér að elska landið og rætur mínar, leifðu mér að finna unað og dásemd þína blíða sumarnótt.

Þrjú ljóð (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
ÓSKHYGGJA. Þegar sólin sest við sjávarrönd ferðast óskhyggjan á vængjum hugans að húsi þínu og horfir á þig sofa í faðmi mínum, laumar kossi á rjóðar varir sem brosa breitt í draumi mínum. Sálufélagar. Þau gengum hönd í hönd veg gleði og sorgar frá fyrsta kossi til dauðadags. Þar fóru tvær sálir sem engin þurftu orðin því ástin var þeirra vinur og förunautur. Ástin. Í brjósti þínu býr það besta sem ég á, brosir í augum mínum svo allir megi sjá.

Ég sakna þín. (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Þegar söknuður kaldur og grimmur býr um sig í angurmæddu brjósti grætur hjartað hljóðum tárum. Ljóðið verður spegill minn blekið blóð mitt orðin tár mín, það ert þú sem ég þrái.

Vorið og líf stofublómsins (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Velkominn gyllti sólargeisli sem faðmar fjallatinda kemurðu ekki bráðum í dalinn og kyssir blómin mín. ########################### Örlög stofublómsins. Stofublómið grét þegar hunangsflugurnar flugu á gluggann.

Ég veit eins og fuglinn. (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mér líður eins og vængbrotnum fugli sem fljúga vill frá kvalara sínum. Þó höfuð mitt hvíli á brjósti þínu og sterkir armar faðmi mig, er eitthvað í orðum þínum sem vekur óhug hjá mér. Augun mín fyllast tárum þegar ég horfi í augun þín. Ég sé drauma mína hverfa í svörtum skuggum sem leynast djúpt í þeim. Ástarorð þín af silkimjúkum vörum eru sem stálflísar reknar í hjarta mitt og brjóst. Ég veit eins og fuglinn að þú verður ógæfa mín.

Hann/Hún þráir öryggi. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Allt lífið hef ég leitað að öruggri höfn eins og laskaður bátur sem hrekkst um ólgandi höf, í kvöld sem öll önnur kvöld sofna ég á tárvotum kodda.

Vormorgunn undir baðstofuglugganum. (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Í dögun þegar varir mínar snertu heit og mjúk brjóst þín var sem ég sæi undir iljar vetrarins á hlaupum upp til jökla. Ilmur þinn leið út um gluggann og kyssti vanga vorsins sem speglaði græn augu sín í morgundögginni.

Hversvegna? (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sólin lét sig hverfa bak við blásvört ský þegar gömul kona með æðaberar hendur og strengdan kvið gekk út í vorið með agnarlitla kistu og dauðann sér við hlið.

Hækjugalsi Tanka (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Vorgolan brosti þegar hún blés á lærin undyr pilsinu. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Drekktu þig fullan og harmaðu örlög þín obinbelega. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Hver er að banka æ það var bara hjartað sem sló allt of hratt. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Þótt þú hatir mig elskumst við heitt hverja nótt í skjóli draumsins. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Bóndi á traktor Tjaldur í vegkantinum kusur á flugi svei mér þé ef ekki er komið vor í dalinn minn. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Móðir Íraks og böðullinn. (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Svartklædd kona rúnum rist reikar ein um blóðvöllinn alla sína hefur hún misst hljóðnuð eru hlátrasköllin. Ataður blóði er böðullinn barkan reif úr börnum sínum grætur raunum röðullinn Því Hel ríkir í borgum þínum.

Grimmur heimur (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Í gær sá ég lítið barn leika sér við fótskör móður sem aldrei sæi sólina aftur. Úr brostnum augum hennar las ég þessi skilaboð til mín “Ætlar þú að sjá um munaðarleysingjann minn”.

Sumarnótt (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Manstu eftir björtu sumarnóttinni þegar við sofnuðum sæl og næturblærinn fangaði andardrátt okkar um opinn gluggann og bar á örmum sínum inn í bjarta nóttina. Manstu þegar ilmur blómanna læddist inn til okkar og bar okkur ljúfa drauma þar sem við sváfum vært í fangi ástarinnar. Meðan við sofum í fangi ástarinnar kemur næturblærinn og hlustar við opinn gluggann á friðsælan andardrátt okkar, og ber hann með sér inn í bjarta sumarnóttina. Úr döggvotum garðinum læðast blómálfar að rúmi okkar og...

Freknótta stelpan. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hann segði. “Værirðu komin koddann minn á kærasta ástin mín fríða hver einasta frekna fengi þá funheita kossa og snertingu blíða”. Hún svaraði.

Litla stelpan mín. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Í nótt horfði ég á þig sofa meðan tíminn kom og fór eins og vindhviða. Ekkert sem tíminn flytur mér í þessum gráa heimi er mikilvægara en velferð þín elsku stelpan mín. Ég horfi á þig sofa meðan tíminn kemur og fer eins og vindhviða. Tíminn ber með sér visku og ljós harm og myrkur. Ekkert flytur hann mér mikilvægara en velferð þína elsku dóttir mín.

Takk fyrir samveruna Hugarara (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ljóðasíða Huga að kynnast þér og hvíla í örmum þínum var sem innlit í paradís. Allir draumar mínir rættust og ég veit í hjarta mínu að þú ert sú sem á ást mína alla. Ég verð samt að halda áfram eins og froðan sem flýtur með ánni að sjávarströnd.

Aringlæður (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þegar ég verð gamall og fullur af svefni dottandi fyrir framan arineldinn læt ég mig dreyma um stúlkuna mína fögru og flauelsmjúku augun úr skugga djúpsins. Margir elskuðu gleði hennar og reisn aðrir elskuðu fegurðina í sannri eða falskri ást. Einn var sá maður sem elskaði flöktandi sál og elskaði öll hennar svipbrigði gleði og tár. Þegar ég horfi á deyjandi aringlæður trega andvarp líður brjósti mínu frá er minnist ég hennar sem flúði til hæstu tinda og felur andlit sitt meðal glóandi stjörnuskara.

Konan í bláa kjólnum. (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þegar ég gekk í salinn var sem hún kallaði til mín með lokuðum augum og þótta svip /farðu ég á ekkert erindi við þig/. Hún var sem frosin í brúna stólnum, með ósýnilega brynju konan í bláa kjólnum. http://www.listasafn.is/safnid/syningar/Syningar_20 00/ur_safneigninni/myndir/li_1140_350.jpg

Ferjuflói (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Í aftankyrrð við ferjuflóa færist húm yfir móðu og dal á hraunnefi syngur lítil lóa ljóð sitt til dýrðar fögrum degi. Kvöldsólin læðist um hraun og móa í roðageislum frá himnasal færandi töfrabirtu um fjalladal og fjólubláma á Laxár vegi.

Vetrarmynd (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Á björtum vetradegi sit ég við gluggan minn og horfi á fjöllin sveipuð blámóðu í fjarska þau eru samt svo nærri mér, er leikur sér sólin lágt á lofti og sendir til mín hamrabelti og efstu tinda, yfir roðagyllta jörð á vængjum skuggans. Litla öspin frá síðasta sumri má ekki minni vera þegar hún langan og stóran skugga sinn sér, teygir hún sig upp í gluggann til mín og hrópar “svona stór skal ég verða” einn dag í garðinum hjá þér Á björtum vetradegi verða skuggarnir svo langir og stórir að hin...

Þú ert. (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þú ert silfurskinið á daggardropa sem drýpur rósarblaði frá fyrsti og síðasti sólargeislinn sem gægist gluggann minn á. Þú ert hrímhvíta þokan sem hringast um ökklann minn ástarlindin tæra og lygna er líður svo ljúft um huga minn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok