ÓSKHYGGJA.

Þegar sólin sest
við sjávarrönd
ferðast óskhyggjan
á vængjum hugans
að húsi þínu
og horfir á þig sofa
í faðmi mínum,
laumar kossi
á rjóðar varir
sem brosa breitt
í draumi mínum.

Sálufélagar.

Þau gengum hönd í hönd
veg gleði og sorgar
frá fyrsta kossi
til dauðadags.
Þar fóru tvær sálir
sem engin þurftu orðin
því ástin var þeirra
vinur og förunautur.

Ástin.

Í brjósti þínu býr
það besta sem ég á,
brosir í augum mínum
svo allir megi sjá.