Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Á að gefa bíbí jólagjöf? (0 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 8 mánuðum

Jólaboð að hætti Seifs ;) (6 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Jæja, ég hélt smá jólaboð um helgina. Ákvað að slá 2 flugur í einu höggi og leyfa öllum ættingjum að koma að skoða nýju íbúðina mína og alla fuglana í leiðinni. Ágætt að ljúka þessu bara af og bjóða öllum í einu :Þ Það voru auðvitað allir heillaðir af Seifi, enda glæsilegur fugl. Hann var mjög yfirvegaður af öllu þessu fólki, en afa mínum fannst alveg ómögulegt að hann fengi bara epli og var alltaf að luma að honum smákökunum :-/ Seifur hefur náttúrulega aldrei fengið hvítan sykur á ævinni...

Einangrunin loksins búin :D (11 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Jæja, jæja, í gær voru komnar 4 vikur síðan fuglarnir komu til landsins og ég fékk loksins að taka bíbíana mína heim :D Ég fékk reyndar lítinn tíma til að leyfa öllum að kynnast heima, ég þurfti að fara með nokkra af fuglum á nýju heimilin sín og svo var ég líka að þrífa búrin og gera allt fínt hjá þeim. En ég prófaði nú samt aðeins að helypa Breka út, seint um kvöldið. Hann var nú svolítið sybbinn og vissi ekki alveg hvaða vesen væri á mér núna. Svo setti ég hann ofan á eitt ástargauks...

Fuglar aftur í 105. sæti í nóvember :-/ (0 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Við hljótum að geta gert betur í Desember, er það ekki?

Líkamsræktarstöð fyrir feita hunda (0 álit)

í Hundar fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Um 60 af hundraði hunda í dönskum borgum og bæjum eru of feitir og þess vegna hefur verið komið upp líkamsræktarstöð fyrir þá á dýrasjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Eftir stutt steypibað eru hundarnir settir í tóman glertank með hlaupabretti á botninum. Brettið færist hægt í fyrstu meðan dælt er 28 gráða heitu vatni í tankinn. Hægt er að stilla hlaupabrettið á allt að 30 km hraða á klst. en gert er ráð fyrir því að hraðinn verði yfirleitt um 15...

Fuglarnir eru komnir :) (11 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Á þriðjudaginn, sama dag og Sesar minn dó :'( komu fuglarnir mínir loksins til landsins. Þeim heilsast öllum vel eftir ferðalagið og eru hver öðrum fegurri. Sumir eru að vísu öðruvísi á litinn en ég átti von á, og sumir jafnvel enn fegurri en ég átti von á Það var virkilega frábært að taka þá upp úr kössunum og koma þeim fyrir í búrunum sínum. Nú er bara bið á meðan 4 vikna einangrunni líkur og þá hefst ástargauksræktunin :D Ég fékk líka fallega kanarífugla og Gouldian finkur og er með...

Fuglar í 105. sæti í október (0 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jæja, eigum við ekki að vera virkari í Nóvemer og vera duglegri að byggja upp þetta áhugamál? Ég held að við getum það auðveldlega ;)

Breka & Brynju fréttir (4 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jæja, ég hef verið svo voðalega bussy að undanförnu að ég hef alveg gleymt að segja frá þeim í langan tíma. En það gengur mjög vel hjá þeim. Þau eru aftur orðin sambýlisfuglar og það gegnur allt eins og í sögu. Brynja er orðin svo rosalega ástfangin af Breka sínum og vill núna allt fyrir hann gera, klóra honum og kjassa við hann og svo hefur hún tilhneyjingu til að herma eftir honum í einu og öllu. Eltir hann út um allt og gerir það nákvæmlega sama og hann. Ef hann er að naga eitthvað horn,...

Kanarífuglar (7 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Kanarífuglar eru yndislegir litlir söngfuglar upprunir frá Kanaríeyjum. Það er þó aðalega karlfuglinn sem syngur og þannig er hægt að greina í sundur kynin. Þeirra náttúrulegi litur er brún, stundum kallaður grænn, en í dag eru þeir ræktaðari í ýmsum litum. Algengasti liturinn er guli liturinn en einnig hafa verið ræktaðir hvítir, rauðir og orange og ýmis afbrigði út frá þeim litum. Það eru einnig til ótal tegundir af Kanarífuglum, t.d. Crested sem hafa koll, Frill sem virðast vera úfnir og...

Aþena & Amor & litlu eggin (2 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Fyrir þá sem ekki vita eru þau búin að liggja stíft á eggjum í meira en mánuð. Mér fannst vera komið nóg núna, því þau eiga bara að liggja í 2 vikur! Þannig um helgina ákvað ég að taka litlu eggin 3 úr hreiðrinu, því það ætlaði greinilega ekkert að rætast úr þeim :( Hún hefur í þessi 2 skipti sem áður komu egg tekið sér pásu á milli varpa í a.m.k. en 4 mánuði, en núna eru þau strax farin að para sig aftur Þessi litla dama ætlar greinilega ekki að gefast upp! Mér líst hins vegar ekkert...

Smellið nafn á fuglaræktun? (1 álit)

í Fuglar fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mér finnst mér vanta svo eitthvað flott nafn fyrir fuglræktunina mína, mér dettur bara ekkert í hug *roðn*. Eruð þið með einhverjar tillögur???<br><br><font color=“#800000”>Kveðja, Begga</font

Hver er uppáhalds gæludýraverslunin ykkar? (0 álit)

í Gæludýr fyrir 18 árum, 10 mánuðum

Hvuttadagar 2003 (7 álit)

í Hundar fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hæ hæ! Ég ætlaði að minna alla á að Hvuttadagar verða aftur haldnir hátíðlegir í ár. Að þessu sinni verða þeir haldnir með pompi og prakt 22. - 23. nóvember í Reiðhöll Gusts. Þar verða hundategundir kynntar fyrir almenningi og fólki gefst kost á að spyrja ræktendur út í tegundirnar. Tilvalið fyrir þá sem eiga erfitt með að velja réttu hundategundina inn á heimilið og almennt fyrir alla sem hafa nokkru tíman átt hund, langað í hund eða haft áhuga á hundum :) Þarna verður líka blendingabás með...

Hvar getur maður keypt þættina??? (1 álit)

í Teiknimyndir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ég er algjört southpark fan en hef verið í vandræðum með að nálgast þættina :-/ ég hélt bónusvideo uppi á tímabili þegar ég var alltaf að leigja þættina á spólum, en var að pæla hvort ég geti ekki keypt þá einhverstaðar, helst á dvd og með MEÐ taxta :)<br><br><font color=“#800000”>Kveðja, Begga</font

Aftur í mogganum :) bls. 40 í dag, föstudag (14 álit)

í Hundar fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Meira um Dalsmynni Ég sá að þær Guðmunda og Sædís svöruðu bréfi mínu um Dalsmynni. Að sjálfsögðu langar mig til að svara þeim til baka. Mikið er ég nú fegin fyrir ykkar hönd að hundarnir ykkar séu gallalausir, en því miður hafa ekki allir verið svo heppnir. Ein kona sem ég þekki á 10 hunda frá Dalsmynni en einungis 2 þeirra eru í lagi. Þetta er því miður ekki einsdæmi. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að gallar geti alls staðar komið upp, en að sjálfsögðu ætti þá ekki að rækta undan...

Mogginn í dag, bls. 36 (50 álit)

í Hundar fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Um Dalsmynni Fyrir stuttu skrifaði kona í velvakanda og sagðist ekki skilja hvað fólk hefði á móti Dalsmynni. Nefndi hún það einnig að þetta stafaði af öfund fólks í garð Ástu Sigurðardóttur. Ég get ekki sagt að ég öfundi hana enda hef ég reynslu af því að starfa á hundahóteli og veit hvað í því felst að hugsa um stóran hundahóp, þó þar hafi hann ekki einu sinni verið einn sjötti af þeim hundum sem búa á Dalsmynni. Alla daga voru öll búrin þrifin og þau skúruð. Jafnframt þurfti að þrífa...

Er áhugi fyrir stórum handmötuðum fuglum? (9 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum
Halló krakkar, ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að taka örfáa stóra handmataða fugla með ástargauks innfluttningnum mínum. Þá var ég helst að pæla í sun conure, chattering lory, rainbow lory eða congó african grey. Þeir fengjust á töluvert lægra verði en gengur og gerist. Áhugasamir senid mér einkaskilaboð…<br><br><font color=“#800000”>Kveðja, Begga</font

Nýjir ástargaukar! (21 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum
Mig langar svo að segja ykkur frá því sem ég er búin að vera með í maganum svo lengi lengi! Ég er náttúrulega ástargauks aðdáandi nr. 1 og hef lesið mig heilan helling til um þá, bæði í bókunum mínum og á netinu. Þar sem það eru til ógrynni af litarafbrigðum hef ég alltaf furða mig á því að það séu til svona fáar hér á klakanum. Því meira sem ég fræddist, því mun meira fékk ég í magan um hvað það yrði nú gaman að flytja inn þessa liti. Svo ég fór á stúfana að leita mér að góðum ræktanda og...

Að kúka í klósettið (19 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum
Þú þarf einungis þrennt til að kenna fuglinum þínum að kúka í klósettið: “klósett”, smá tíma og þolinmæði. Gott er að útbúa lítinn T-stand sem klósett og setja bara smá pappír undir til að auðvelda þrif. Það sem ég gerði var að ég útbjó stóra leikgrind sem var jafnframt klósett til að hafa hér heima og svo lítinn T-stand sem ferðaklósett þar sem við förum gjarnan saman í heimsóknir. Að sjálfsögðu er alveg nóg að gera einn T-stand. Það sem við gerum er að setja fuglinn á klósettið. Gott er að...

Þar skall hurð nærri hælum (14 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Úff… ég hélt ég yrði ekki eldri… Það var svo svakalega gott veður í gær að ég vildi nú aðeins leyfa sólinni að skína á elsku Breka minn, við vorum bara að tína fíflablöð handa kanínunum og vorum á leiðinni inn aftur, þegar allt í einu honum brá svona svakalega og flaug af stað - yfir himin há tré í næsta garði og ég sá ekki meir :-/ . Ég beið alltaf eftir að hann brotlenti niður því hann er jú vængstífður, en kannski að golan hafi þeytt honum svona langt, þetta var ekkert smá langt! Ég hljóp...

Ástargaukar (12 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ástargaukar eru minnstu páfagaukarnir (14-16 cm) og ganga því einnig oft undir nafninu Dvergpáfar. Þrátt fyrir smæðina eru þetta greindarfuglar og töluvert greindari en t.d. gárarnir. Einnig eru þeir gífurlegir karakterar og eins misjafnir að lunderni og þeir eru margir. Þeir eru upprunir í Afríku, og eru til í níu tegundum, eftir því hvaðan þeir eru upprunir. Algengustu ástargauks afbrigðin eru: Peach-face (róshöfði), Masked (grímu) og Fischer´s. Þó að þettu séu einu tegundirnar sem hafa...

...og enn bætist við :D (10 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta eru nú meiu fugladagarnir… Á miðvikudaginn ættleiddum við Breki litla ástargauks stelpu. Hún er blanda af green masked og fischer´s, algjör snúlla. Fyrst beit hún mjög mikið og mjög FAST! :-/ En núna er hún öll að koma til og bitin hafa snar minkað. Ekki grunaði mig að það yrði svona mikið fjör hjá okkur, það er ótrúlega fyndið að fylgjast með þeim saman. Breki er svo ótrúlega feiminn og hún svo forvitinn og mikill grallari að hún hleypur á eftir honum út um allt og hann hleypur eins...

Var að fá nýjan :D (9 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það er búin að vera þvílíkur skortur á kanarífuglum undanfarna mánuði og henni Mjallhvíti minni var löngu farið að leiðast. Aþena og Amor eru voða happy saman og það hefur einu sinni komið egg, en því miður komu ekki ungar úr þeim :( Ég ætlaði alltaf að taka einn unga frá þeim og láta til Mjallhvítar, en ég gat bara ekki beðið lengur, hún var svo hrikalega einmanna. Svo ég fór að leita… Mig langaði svo í einn rauðan, því þá ætti ég öll litaafbrigiðin nema brúna (átti 1 gulan-Aþena, 1...

Símaat - sem hefur varað í 2 ár!!! (20 álit)

í Börnin okkar fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég kíkti í heimsókn til mömmu í dag. Þegar ég kom inn hélt hún á símanum í annari heninni (ekki upp að eyranu) og hristi hausinn. Ég varð svolítið undrandi og spurði hvað væri. Hún sagði að þetta væri strákur hágrátandi. NÚ? spurði ég ekkert smá hissa, og hún varð auðvitað að segja mér alla söguna. Þetta byrjaði semsagt fyrir 2 árum að ungur dregur byrjaði að hringja reglulega í þau. Mamma hélt að hann væri ekki eldri en 8 ára. Hann spurði alltaf eftir Jóni (fósturpabba mínum) og ef hann...

Sveitarsæla (2 álit)

í Hundar fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er alveg magnað hvað veðrið er búið að vera gott í maí (enda eigum við það alveg skilið, það er búið að rigna á okkur í heilt ár :-/ ). En í gær, Uppstigningardag, ákváðum við Linda vinkona að fara með hundana okkar, Sesar (labrador) og Lukku (mix), og eina aðra hundlausa vinkonu okkar ;) í afasveitina hennar Lindu. Lukka hefur alltaf verið erfið í bíl og gelt stanslaust, en núna þegar herra Sesar var hjá henni virtist hún vera miklu rólegri og gelti lítið sem ekkert. Við komum fyrir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok