Um 60 af hundraði hunda í dönskum borgum og bæjum eru of feitir og þess vegna hefur verið komið upp líkamsræktarstöð fyrir þá á dýrasjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær.

Eftir stutt steypibað eru hundarnir settir í tóman glertank með hlaupabretti á botninum. Brettið færist hægt í fyrstu meðan dælt er 28 gráða heitu vatni í tankinn. Hægt er að stilla hlaupabrettið á allt að 30 km hraða á klst. en gert er ráð fyrir því að hraðinn verði yfirleitt um 15 km á klst. með vaxandi mótstöðu frá vatninu. Eftir allt að tíu mínútna hlaup eru hundarnir þurrkaðir og látnir gera teygjuæfingar.


Þetta er tekið af mbl.is í dag. Mér er bara sprun, er ekki allt í lagi með fólk??? ER of mikils til ætlast að fólk sem fær sér á annað borð hund, farið ÚT að labba með þá??? Ég get svo svarið það… >:(
- www.dobermann.name -