Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hostel (2005) (20 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Leikstjóri: Eli Roth Eli Roth færði okkur sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd árið 2002, Cabin Fever. Sú mynd var ágæt stæling af klassískum hryllingsmyndum, reyndar svo mikið að ekki var ein frumleg mínúta í myndinni. Mörgum fannst þetta skelfing, einskis virði vitleysa. Ég hafði samt gaman af henni, hún sýndi okkur gamla hluti í nýjum búningi án þess að vera að selja sig út á nafn eldri mynda sem er svo vinsælt nú til dags. Cabin Fever var frumraun Roths í leikstjórasætinu og var í raun...

Saw (2004) (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Leikstjóri: James Wan Öðru hvoru kemur mynd sem skellir manni upp við vegg, slær mann utan undir og hrækir á mann. Ég sit dolfallinn eftir og reyni að hugsa um eitthvað annað. Þetta eru myndir sem maður gleymir seint, sem situr eftir í bakþönkunum langt frameftir. Myndir eins og The Mothman Prophecies(2002), Angel Heart(1987), Frailty(2001) og Saw(2004). Ég var búinn að fylgjast með þróun myndarinnar á hinum ýmsu vefsíðum en pældi mest lítið í því. Var meira að segja svo utan við mig að ég...

The Devil’s Backbone (2001) (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Leikstjóri: Guillermo Del Toro Myndir sem fjalla um draugagang þessa dagana einblína oftast á einhver bregðuatriði og að draugarnir sem eru til staðar séu sem ógeðslegastir og hreint út sagt bjánalegir. The Devil’s Backbone eða El Espinazo del Diablo er ekki eins og aðrar nýlegar draugamyndir, satt best að segja tekur hún allt sem gerir klassísku draugamyndirnar góðar og blandar því við tækni nútímans. Fullkomin blanda… Myndin gerist á munaðarleysingjahæli á Spáni 1939, um lok...

House of Wax (2005) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Leikstjóri: Jaume Collet-Serra Dark Castle framleiðslufyrirtækið sem gerir ekkert annað en endurgerðir, reyndar eins og restin af Hollywood í dag, færir okkur enn eina hryllingsmyndina, House of Wax. Það má þó frekar afsaka Dark Castle fyrir endurgerðir sínar vegna þess að þeir sérhæfa sig í endurgerðum á hryllingsmyndum. House of Wax er frá 1953 og skartar Vincent Price í aðalhlutverki. Þessi endurgerð færir okkur ekki jafn mikinn meistara og Price, en þó höfum við hér Paris Hilton, sem...

Dawn of The Dead (2004) (60 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum
Leikstjóri: Zack Snyder. Handrit: George A. Romero (1978 screenplay) - James Gunn (screenplay) Leikarar: Sarah Polley, Ving Rhames, Jake Weber, Mekhi Phifer…etc Eftir vinsældir 28 Days Later (2002) sem fjallaði um veiru sem gekk á milli fólks með blóði og snéri því í blóðþyrsta brjálæðinga, gaf Universal grænt ljós á að endurgera Dawn of The Dead (1978) eftir George A. Romero. Zombie myndir náðu miklum vinsældum um 1980 stuttu eftir útgáfu Dawn of The Dead sem oftar en ekki hefur verið talin...

The Texas Chainsaw Massacre (2003) (35 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Leikstjóri: Marcus Nispel. Handrit: Kim Henkel & Tobe Hooper (1974 screenplay). Scott Kosar. Leikarar: Jessica Biel, Jonathan Tuckr, Andrew Bryniarski, R. Lee Ermey…etc Enn heldur endurgerðaræðið áfram í Hollywood, í þetta skipti var ákveðið að slátra Bandarískri mynd í stað þess að stela hugmyndum frá öðrum löndum. En hvernig er hægt að bæta myndir sem eru nánast fullkomnar? Ég hef alltaf álitið að endurgerð væri eitthvað sem ætlað væri til að bæta forverann. Þetta tókst vel í nokkrum...

28 Days Later... (2002) (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Bretum hafa aldrei tekist sérstaklega vel til með hryllingsmyndir. Hvað þá núna síðustu árin, en eitthvað segir manni að þessi mynd er öðruvísi. Athyglin sem myndin er búin að fá er nóg til þess að setja hvaða lélegu hryllingsmynd á háan stall(Ring endurgerðin t.d.) Í stuttu máli fjallar 28 Days Later um vírus sem brýst út í Bretlandi og allt fer til fjandans, við kynnumst Jim sem vaknar í yfirgefnum spítala og man ekkert hvað gerst hefur. Ekki skána hlutirnir þegar hann kemst út, London er...

The Texas Chainsaw Massacre 2 (1986) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Leikstjóri: Tobe Hooper. Handrit: L.M. Kit Carson. Leikarar: Dennis Hopper, Caroline Williams, Jim Siedow, Bill Moseley…etc Það er erfitt að standa undir vinsældum brautryðjanda meistaraverks í kvikmyndaheiminum, jafnvel þótt að Tobe Hooper, leikstjóri The Texas Chainsaw Massacre hafi staðið á bak við þetta framhald. Það sem er kannski verst við þessa mynd er að framleiðendur hennar tímdu ekki að borga Gunnari Hansen það sem hann vildi fá fyrir að snúa aftur sem keðjusagamorðinginn. Ólíkt...

Day of The Dead (AB DVD) (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Komið að því. Útgáfudagur: 19. ágúst Útgáfufyrirtæki: Anchor Bay(auðvitað) Nýtt “DiviMax” transfer 1.85:1, 16x9-enhanced widescreen. Hljóðrásirnar verða meðal annars 6.1 DTS-ES og Dolby Digital Surround EX. Audio Commentary með George A. Romero, Tom Savini, Cletus Anderson og Lori Cardille. Annað Audio Commentary með kvikmyndagerðarmanninum Roger Avary. 16 blaðsíðna bæklingur. 2 stykki featurette með viðtölum og “behind the scenes” myndbrotum. Fullt af myndagalleríum. Trailerar og DVD-Rom...

Nekromantik (1987) (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
!!!VIÐVÖRUN, EKKI FYRIR VIÐKVÆMA EÐA FÓLK YNGRA EN 16 ÁRA!!! Leikstjóri: Jörg Buttgereit. Handrit: Jörg Buttgereit & Franz Rodenkrichen. Leikarar: Daktari Lorenz, Harald Lundt, Susa Kohlstedt…etc. Sagan: Rob og Betty hafa gaman af kynlífi með þeim dauðu, einn daginn lenda þau í lukkupottinum og fá heilt lík í hendurnar. Ekki hefur verið mikið af hryllingi frá Þýskalandi sem náð hefure einhverri athygli. Fyrir utan þá kannski Nosferatu og Nekromantik. Nosferatu var náttúrulega...

Cannibal Holocaust (1979) (36 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Leikstjóri: Ruggero Deodato. Handrit: Gianfranco Clerici. Leikarar: Robert Kerman, Francesca Ciardi, Perry Pirkanen, Luca Barbareschi…etc. Sagan: Kvikmyndagerðarmenn ferðast um Amazon frumskógana í leit að mannætum, leitarflokkur er sendur á eftir þeim og finnast þá upptökur þeirra. Bönnuð í 61 landi, hef nú heyrt ýmsar tölur um þetta bann mál en eitt er víst; Cannibal Holocaust er bönnuð þar sem hún er ekki klipt í ræmur. Alræmd mynd fyrir gróft ofbeldi, svo ekki sé minnst á ofbeldi gegn...

Battle Royale (2000) (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sagan: Heill skólabekkur af krökkum er skellt á eyju til að slátra hvoru öðru. Umdeild fyrir gróf morð og grimmar aðstæður, þessi mynd varð cult um leið og hún slap út í kvikmyndahús. Við hérna á klakanum vorum nú ekki svo heppin að fá hana strax í bíó(eins og svo oft áður). En fyrir dolfallna hryllingsmyndabjálfa eins og mig var ekki erfitt að koma höndum sínum yfir hana. En hún var loks sýnd á hvíta tjaldinu(þökk sé Filmundi) og lét ég það tækifæri ekki framhjá mér fara. Ekki oft sem að...

Ring 0: Birthday (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Leikstjóri: Norio Tsuruta. Leikarar: Yukie Nakama, Seiichi Tanabe, Kumiko Aso…etc. Sagan: Þrjátíu árum áður en Sadako herjaði á mannkynið er hún eins og allir aðrir táningar. Tveimur árum eftir Ringu og Ring 2 kemur þriðja framhaldadið sem er eiginleg forsaga fremur en framhald. Nú er komið allt annað lið sem er að vinna að þessu heldur en í Ringu og Ring 2, maður veit nú ekki hvort það er gott eða slæmt… Þegar verið er að gera framhöld af meistarastykki eins og Ringu þarf að fara virkilega...

Hryllingsmynda DVD tilkynningar/seinkanir (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Anchor Bay er nú búin að vera með þriggja diska útgáfu af Dawn of The Dead og tveggja diska útgáfu af Day of The Dead í vinnslu, tilkynnt var að þær kæmu út veturinn 2003. AB tilkynnti nú fyrir skömmu að Dawn of The Dead yrði frestað til 2004, enginn ákveðinn tími tilkynntur. Sá orðrómur er í gangi að ástæðan fyrir seinkuninni er sú að AB eiga í erfiðleikum með að ná góðu transferi af myndunum, ekkert er þó staðfest. Lítið er vitað um Day of The Dead útgáfuna. Dawn of The Dead þriggja diska...

Áframhaldandi endurgerðir (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Fyrir utan væntanlega endurgerð á The Eye þá er Distant Horizon búnir að tilkynna það að væntanleg sé endurgerð á Ghost Actress (aka Dont Look Up) eftir Hideo Nakata sem gerði einnig Ringu og Dark Water. Myndin er frá 1996 og fjallar um kvikmyndagerðarmenn sem fá ekki frið til að klára mynd sína fyrir draugi. Einnig er Wes Craven að fara að endurgera Pulse/Kairo, lítið vitað um hvenær það verður.

Ring 2 (1999) (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sagan: Prófessor rannsakar leyndardóminn á bak við Sadako og videospóluna. Það leið nú ekki langt á milli þess að Ringu kom út og að framhaldið, Ring 2 leit dagsnins ljós… þ.e. sama ár. Það er eitt atriði sem hafa skal í huga þegar horft er á Ringu myndir, þú munt aldrei sjá hana með sömu augum, þ.e.a.s. eftir fyrsta skiptið er hún ekki næstum því eins mögnuð. Ég mæli því með að ef þið eruð að spá í að kíkja á hana að horfa á hana ein, með slökt ljósin… og kannski fá sér öl eða tvo. En snúum...

Kinji Fukasaku látinn (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Japanski leikstjórinn Kinji Fukasaku lést úr krabbameini í blöðruhálskirtli þann 12. Janúar síðastliðinn. Hann er hvað mest þekktur fyrir War Without a Code myndaseríu sína svo ekki sé minnst á Battle Royale. Fukasaku var að taka upp framhaldið af Battle Royale, Battle Royale 2 þegar hann lést en heyrst hefur að sonur hans Kenta Fukasaku muni klára það sem eftir var. Þegar Fukasaku opinberaði að Battle Royale 2 væri á leiðinni sagðist hann glaður vilja deyja við gerð hennar, hann vissi að...

Tenebrae, full uncut version (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Útgefandi: Anchor Bay Entertainment. Region: 2 Væntanleg gagnrýni um myndina sjálfa sem verður hægt að nálgast á kasmír síðu minni, einnig er hægt að skoða gagnrýni ‘eot’ sem er að finna undir ‘Hryllingsmyndarýni huga’. Diskurinn: Óklipt útgáfa fyrir utan nokkrar sekúndur vegna skemmda á filmunni. Audio Commentary með Dario Argento, Claudio Simonetti og Loris Curci. Viðtal við Dario Argento. Film analysis af Xavier Mendik. Nokkur ‘behind the scenes’ myndbrot. Trailerar. Það er anamorphic...

The Eye (2002) (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Leikstjóri: Pang Brothers (Oxide & Danny Pang) Leikarar: Angelica Lee, Lawrence Chou, Chutcha Rujinanon & Yut Lai So Sagan: Stúlka missir sjónina tveggja ára, tuttugu arum síðar fær hún nýtt auga en með því fylgja óvelkomnar sýnir. Ég er eiginlega farinn að halda það að einu góðu hryllingsmyndirnar nú til dags komi frá Asíu. Það er hægt að telja endalaust upp: Ringu trílógían, Kairo, Battle Royale, The Eye, Audition… þetta eru allt klassa myndir sem eiga það sameiginlegt að geta hrætt mann,...

Ringu (1998) (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Leikstjóri: Hideo Nakata. Leikarar: Matsushima Nanako, Sanada Hiroyuki, Nakatani Miki…etc. Sagan: Vídeóspóla er í umferð sem drepur fólk viku eftir að það horfir á það. Það ganga margar sögur um þessa mynd, sögur sem varla er hægt að trúa. Ég er búinn að heyra það að hún er svo hrikaleg að fólk sefur ekki eftir að hafa séð hana, að þessi mynd slái út meistaraverkið The Exorcist (1973). Þetta finnst manni nú frekar erfitt að trúa og er allt svakalega hæpið eitthvað. Það var nógu erfitt að ná...

Jeepers Creepers 2 fréttir (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Framhald Jeepers Creepers er nú á leiðinni og eru ekki allir sáttir við söguþráðinn, hvað þá endirinn á fyrri myndinni. Jeepers Creepers 2 mun í stuttu máli fjalla um það að Creeperinn er mættur til að valda uppþoti í skólarútu fullri af klappstýrum og hnökkum. Það verður áhugavert að sjá þetta, en maður getur nú rétt ímyndað sér hvernig þetta verður útfrá þessu…

Hellraiser (1987) (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri: Clive Barker. Handrit: Clive Barker. Leikarar: Andrew Robinson, Claire Higgins, Doug Bradley…etc. Special FX: Sally Sutton…etc. Öðru hvoru kemur virkilega öðruvísi mynd, eitthvað sem situr eftir í okkur hvort sem það er vegna frumleika, stíls eða áhrifa(óttalega er þetta eitthvað svipað allt saman). Ein af þessum myndum er einmitt Hellraiser sem er byggð á bókinni The Hellbound Heart eftir Clive Barker nokkurn, rithöfundur og verðandi hryllingsmyndagúrú. Myndin fékk ekkert...

The Ring (2002) (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri: Gore Verbinski. Handrit: Ehren Kruger. Leikarar: Naomi Watts, Martin Henderson, David Dorfman, Brian Cox…etc. Special FX: Rick Baker…etc. Ég hef oftar en ekki rifið mig útaf endurgerðarbrjálæði Kanans og varð ég nú ekkert sérstaklega spenntur þegar ég frétti af þessu varð ég ekkert sérstaklega hrifinn. Asnarlega við þetta allt saman er að Ringu er frá 1998, ég skil vel að gamlar myndir séu endurgerðar(1960 og niður úr) en að endurgera mynd sem er enn talin ný er alveg útí hött....

The Texas Chainsaw Massacre endurgerð (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jæja það hlaut að koma að því að Kanarnir ákváðu að taka einn af gullmolum hryllingsins og eyðileggja hann. Nú í ár kemur út endurgerðin af The Texas Chainsaw Massacre sem er eitt og sér hrikaleg staðreynd, ekki nóg með það heldur tvennt sem gerir þetta enn hrikalegra; Gunnar Hansen leikur ekki Leatherface(maður bjóst nú við þessu). Búið er að breyta söguþræðinum svolítið, en á hrikalegan hátt. Í stað þess að fara til Texas til að athuga leiði afa þeirra fara krakkarnir til Texas til að...

Ghost Ship (2002) (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Leikstjóri: Steve Beck. Handrit: Mark Hanlon. Leikarar: Gabriel Byrne, Julianna Margulies, Ron Eldard, Desmond Harrington…etc. Special FX: Brian Cox. Nú er nýjasta Dark Castle myndin komin, en Dark Castle er einmitt að endurgera hryllingsmyndir eftir hinn “fræga” William Castle en hann gerði margt og mikið hérna áður fyrr. Ghost Ship er þriðja myndin sem kemur frá fyrrnefndu fyrirtæki og bjóst ég nú ekki við mikklu þar sem ég hafði heyrt að þetta væru hin verstu mistök og sorp. House on The...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok