Leikstjóri: Gore Verbinski.
Handrit: Ehren Kruger.
Leikarar: Naomi Watts, Martin Henderson, David Dorfman, Brian Cox…etc.
Special FX: Rick Baker…etc.


Ég hef oftar en ekki rifið mig útaf endurgerðarbrjálæði Kanans og varð ég nú ekkert sérstaklega spenntur þegar ég frétti af þessu varð ég ekkert sérstaklega hrifinn. Asnarlega við þetta allt saman er að Ringu er frá 1998, ég skil vel að gamlar myndir séu endurgerðar(1960 og niður úr) en að endurgera mynd sem er enn talin ný er alveg útí hött. En við vitum öll ásætðuna fyrir endurgerðinni… peningar.
Nattevakten(1994) var endurgerð og kom það hrikalega ú tog nú er verið að vinna að því að endurgera The Texas Chainsaw Massacre(1974) og sögubreytingarnar lof ekki góðu.
Þrátt fyrir allt hefur The Ring slegið rækilega í gegn í Bandaríkjunum og er auglýsingaherferðin mjög vel skipulögð því nú þegar er komið Ring æði hér á Íslandi.

Rachel Keller er fréttaritari sem er ný búin að missa frænku sína. Sonur hennar Aidan tekur þessu hrikalega þar sem hann og frænkan voru mjög náin. Ekki er allt með felldu því að frænkan dó á fremur óútskýranlegan hátt, engin getur sagt hvað skeði.
Rachel fer í kjölfarið að rannsaka málið og kemst brátt að því að ekki bara hún heldur einnig fjórir vinir hennar létust þetta sama kvöld á sama tíma. Allt er þetta tengt goðsögn um videospólu sem hefur þá bölvun að hver sá sem horfir á hana deyr eftir akkurrat viku.
Leit hennar færir hana að kofa sem að krakkarnir voru í viku áður en þau dógu og finnur hún þar videospóluna. Auðvitað skellir hún henni í tækið og horfir, sér til mikillar skelfingar að hún mun deyja eftir viku.
Rachel reynir að sannfæra fyrrverandi mann sinn, Noah til þess að hjálpa sér og hann kíkir á spóluna en trúir ekki orði af því sem hún segir um að deyja eftir viku og allt það.
Furðulegir hlutir fara að gerast og fyrr en varir er sonur þeirra líka búinn að sjá spóluna og þau berjast nú til þess að stoppa þessa hrikalegu bölvun.

Það sem gerði Ringu(1998) sérstaka, og virkilega góða hryllingsmynd, er það að hún spilaði á hræðsluna, ekki 2-4 sekúndna bregðu-atriði sem einkenna hryllingsmyndir nú til dags. Þessu klúðruðu þeir algerlega í The Ring(2002) því að ekkert stendur eftir nema bregðu-atriðin.
Videoið var ekki jafn sannfærandi og í Ringu(1998) og náði myndin enganveginn að halda uppi sömu spennu og forverinn.
Það sem stendur upp úr í þessari mynd er myndatakan sem er virkilega skemmtileg og frumleg á köflum, leikararnir standa sig líka vel en annað er ekki þess virði að nefna.
Það kannski allra versta við þessa mynd, svo ég haldi áfram að miða við fyrri myndina, eru sögubreytingarnar. Þeim tókst að eyðileggja dulúðina sem lág á bak við Sadako/Samara.
Sem endurgerð er þessi mynd hrikaleg og ættu allir að halda sig frá henni, en sem sjálfstæð mynd er hún áhugaverður tryllir sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Þið getið fundið dóma mina um Ringu(1998) og framhöldin á Kasmír síðu minni.

***