Leikstjóri: Steve Beck.
Handrit: Mark Hanlon.
Leikarar: Gabriel Byrne, Julianna Margulies, Ron Eldard, Desmond Harrington…etc.
Special FX: Brian Cox.


Nú er nýjasta Dark Castle myndin komin, en Dark Castle er einmitt að endurgera hryllingsmyndir eftir hinn “fræga” William Castle en hann gerði margt og mikið hérna áður fyrr. Ghost Ship er þriðja myndin sem kemur frá fyrrnefndu fyrirtæki og bjóst ég nú ekki við mikklu þar sem ég hafði heyrt að þetta væru hin verstu mistök og sorp. House on The Haunted Hill (1999) kom fyrst, svo Thir13en Ghosts (2001) og nú loks Ghost Ship og lítur allt út fyrir að Dark Castle sé á hraðri niðurleið.
Eins og ég hef oft röflað um þá virðist vera að hryllingsmyndir nú til dags gangi útá það eitt að láta manni bregða og er Ghost Ship engine undantekning þar. Virkilega sorglegt að það er ekki hægt að hræða mann eitthvað af viti eins og var gert í The Changeling (1980), og The Exorcist (1973). Það er eins og að hryllingsmynda-framleiðendur hafi gjörsamlega tapað þessu og spili bara á einhverjar sekúndur sem þjóna þeim eina tilgangi að koma hjartsláttnum í óreiðu.

Sean Murry og lið hans af hörðum sjóurum fá það verkefni að finna skip sem maður nokkur kom auga á, rekandi í miðjum sjónum(í sjónum, virkilega). Þau leggja af stað og er það víst þannig að ef skipið ber einhver verðmæti þá mega þau eiga það því að sá á fund sem finnur á hafinu.
Skipið sem þau finna sér til mikillar undrunar er frá 1962 frá Ítalíu. Frægt skemmtiferðaskip sem einfaldlega hvarf. Það líður ekki á löngu fyrr en furðulegir hlutir fara að gerast og finna þau sér til mikkilar gleði hrúguna alla af gulli. Þau ákveða að gera við stórt gat á skipinu svo að mögulegt sé að draga það í land en allt kemur fyrir ekki. Báturinn sem þau komu á springur í tætlur sem setur þau í þá aðstöðu að þau verða að sigla skemmtiferðaskipinu draugalega í land.
Það er óþarfi að segja það en nokkrar hindranir eru á leiðinni…

Mér fannst ótrúlega mikið af atriðum sem minntu á The Shining (1980), þ.á.m. drykkju skipstjórans og dansiballið. Ég tala nú ekki um þegar hann klikkast, þ.e. skipstjórinn.
Þetta er sami leikstjórinn og gerði Thir13en Ghosts en samt tekst honum að koma með allt annan filing í þessa mynd mér til mikkilar undrunar. Ekkert sérstakt til að setja útá hjá honum og er ég þónokkuð sáttur við að hann slepti brjáluðu skotunum sem við kynntumst í Thir13en Ghosts.
Leikararnir eru allir frekar slappir nema þá helst Gabriel Byrne sem fer með hlutverk skiptjórans og litla stelpan sem ég man ekki hvað hét.
Tónlistin er það versta við þessa mynd, opnunar lagið er got tog blessað en síðan fylgir endalaus popp-techno kjaftæði sem var að eyðileggja mörg atriði, mér er þó minnistæðast “flashback” atriðið þar sem stelpan sýnir Maureen Epps hvað gerðist, tónlistin gjörsamlega eyðilagði þetta.
Mun betri en Thir13en Ghosts og hefur sínar stundir, hlakka mikið til næstu Dark Castle mynd.

***