Anchor Bay er nú búin að vera með þriggja diska útgáfu af Dawn of The Dead og tveggja diska útgáfu af Day of The Dead í vinnslu, tilkynnt var að þær kæmu út veturinn 2003. AB tilkynnti nú fyrir skömmu að Dawn of The Dead yrði frestað til 2004, enginn ákveðinn tími tilkynntur.
Sá orðrómur er í gangi að ástæðan fyrir seinkuninni er sú að AB eiga í erfiðleikum með að ná góðu transferi af myndunum, ekkert er þó staðfest.
Lítið er vitað um Day of The Dead útgáfuna. Dawn of The Dead þriggja diska útgáfan mun innihalda þrjár útgáfur af myndinni. Venjulega útgáfan, Directors Cut lengri útgáfan og svo ítalska útgáfan sem Dario Argento klipti. Fyrir utan aukaefnið sem hefur ekki verið tilkynnt.

Media Blasters hafa tilkynnt það að japanska zombie/kung-fu/action myndin Versus fær vægast sagt góða DVD meðhöndlun hjá þeim í sumar, en myndin hefur ekki verið fáanleg nema á Region 3 þangað til nú. Versus mun vera R1 tveggja diska útgáfa með nýju anamorphic transferi. Útgáfudagur verður í kringum 29. júlí.