Leikstjóri: Tobe Hooper.
Handrit: L.M. Kit Carson.
Leikarar: Dennis Hopper, Caroline Williams, Jim Siedow, Bill Moseley…etc

Það er erfitt að standa undir vinsældum brautryðjanda meistaraverks í kvikmyndaheiminum, jafnvel þótt að Tobe Hooper, leikstjóri The Texas Chainsaw Massacre hafi staðið á bak við þetta framhald. Það sem er kannski verst við þessa mynd er að framleiðendur hennar tímdu ekki að borga Gunnari Hansen það sem hann vildi fá fyrir að snúa aftur sem keðjusagamorðinginn.

Ólíkt fyrri myndinni er The Texas Chainsaw Massacre 2 stór Hollywood framleiðsla, með alvöru peninga á bak við sig, en það er ekki alltaf það sem gerir gæfumuninn.

Leatherface er enn á kreiki og skilur eftir sig slóð af undarlegum morðum. Lögreglumaðurinn Lefty (Dennis Hopper) er kominn á slóðina og búinn að elta kauða í þónokkurn tíma. Eitt kvöldið þegar tveir strákar gera símaat í útvarpsstöð og verða myrtir í leiðinni, beinist athyglin að útvarpskonunni Strech (Caroline Williams) sem hljóðritaði morðið. Lefty notar hana til að komast að Leatherface og fjölskyldu hans.

Margt má betur fara og jafnvel stórleikari eins og Dennis Hopper getur ekki bjargað þessari mynd. Leikstjórinn Tobe Hooper hefur greinilega misst eitthvað af athyglisgáfu sinni við alla peningana sem hann fékk að leika sér með, því myndin stendur upprunarlegu myndinni talsvert að baki. Leikstjórnin er alls ekki slæm, heldur er það aðalega handritið sem er meingallað.

Það eina sem stendur virkilega uppúr er blóðbaðið sem meistarinn Tom Savini á heiðurinn af. En þá kemur það upp á móti að það er einmitt ekki blóðið sem gerði The Texas Chainsaw Massacre að því sem hún er, heldur blóðleysið ef svo mætti að orði komast. Myndin hentar kannski þeim sem eru aðdáendur fyrstu myndarinnar en þessi mynd ekkert fyrir venjulegan áhorfanda.

**

Azmodan - 09/08/2003