Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Túrin, annar hluti. (5 álit)

í Tolkien fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Betra er seint en aldrei. Fyrsti hlutinn er hér http://www.hugi.is/tolkien/articles.php?page=view&contentId=3154686 Túrin fór nú vestur úr Doríat í skógunum þar. Þar hafði verið mannabyggð en nú var hún að mestu horfin og nú voru aðallega flokkar útlaga og ræningja á ferð í skógunum, ásamt orkum. Sá stærsti af þessum útlagahópum var u.þ.b. fimmtíu manna stór, og þeir voru ávallt með njósnara allstaðar, því að þeir voru hataðir og fólk hikaði ekki við að reyna að drepa þá. Þegar Túrin var á...

Túrin fyrsti hluti (6 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum
Þetta er fyrsti hluti af þremur(eða tveimur) um Túrin. Afgangurinn kemur í næsta mánuði, njótið. Túrin var fæddur sama ár og Beren kom að Lúþíen dansandi í Doríat. Hann var fæddur í Dor-lómin og var sonur Húrins og Morwenar. Hann átti eina systur að nafni Urwin, og hann unni henni mjög. Þegar Túrin var aðeins fimm ára dó systir hans og tók það mikið á hann og hann varð dapur í langan tíma. En aftur drundi ógæfan yfir. Því þegar Túrin var orðinn átta ára, féll faðir hans í...

Þúsundtáraorustan (24 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þúsundtára orrustan var fimmta stórorrustan milli álfa og manna á móti Morgothi. Morgoth hafði náð að gera álfum mikinn skaði í Eldibranda orustunni og þó að hann hafði þurft að draga lið sitt til baka hafði hann fækkað mjög í herjum álfa og manna og margar hetjur höfðu dáið, svo að álfar og menn voru veikburða. En þó eftir hetjudáðir Berens og Lúþíenar þar sem þau náðu einum Silmerili af kórónu Morgoths og vegna græðgi Fjanorssona í að ná Silmerlunum þá ofmátu álfar styrkt sinn og vanmátu...

Gleðileg Jól! (4 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Gleðileg jól og farsælt komandi ár allir Tolkien aðdáendur. Hagið ykkur vel á næsta ári og verið duglegri að senda inn efni. Vonandi verður mikið af efni tengt Tolkien í jólagjöfunum ykkar:) Jólakveðjur: 2469 og Latex.

Föruneyti Hringsins (10 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þessa grein skrifaði ég fyrir skólann fyrir stuttu. Hún fjallar um bókina Föruneyti Hringsins en í þessari grein er stiklað á stóru því að greinin er miðað við að sá sem lesi þetta hafi aðeins séð myndina og það væri bæði of ruglinslegt og of mikil langloka að skrifa nákvæma lýsingu á öllu því sem gerist. Þannig að dæmið það útfrá því að þetta er skrifað til að segja frá bókinni án þess að gera það of vndlega til þess að skemma ekki bókina fyrir öðrum, þannig að gagnrýni frá þeim sem aðeins...

Maiarnir (10 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég skrifaði þetta vegna spurningu einhvers um Maiana, ég ákvað að setja þetta hérna en ekki á Spurt/svarð kubbinn til að fá meiri athygli. Það er stiklað á stóru hérna enda er greinin ætluð til þess að byrjandi í Tolkien fræðum skilji hana. Einhverjar spurningar? Maiarnir voru eins og Valirnir Ænúar en þeir voru hvorki eins máttugir né göfugir og þeir voru. Þeir tóku þátt í söng Ænúanna en þeir sköpuðu ekki eins mikið og Valirnir og þurftu að fylgja alföður alveg í söng sínum. Þeir voru...

Rekkarnir úr Norðri (13 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Lítill grreinalingu sem rétt skríður yfir 330 orð! Löng grein frá mér kemur efit 1-2 mánuði þegar ég þarf að skrifa ritgerð um Hringadróttinssögu fyrir skólann. Þegar Elendill kom til Miðgarðs þá stofnaði hann tvö ríki… Arnor í norðri sem lá frá Þokufjöllum í austri að Bláufjöllum í vestri. Og Gondor sem lá frá skuggafjöllum á austri að Ísarngerði í vestri og frá Suður Gondor eða Nær Haraði(sem var breytilegt vegna mikkilla stríða sem fóru fram á þeim slóðum) í suðri að Norður Íðilju í...

Halbarad (9 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þar sem þið nennið ekki að senda inn greinar né nett efni þá ákvað ég að senda þetta inn og næsta skref er að skýra áhugamálið www.hugi.is/2469 þar sem þið getið/viljið/nennið ekki sent neitt efni inn ekki einu sinni myndir. Greinin er stutt til að sýna ykkur það að greinir þurfa ekki að vera einhverjar voða langlokur. Takið bara einhverja lítt þekkta persónu sem ekki er ti lmikið efni um og skrifið 250-300 orð grein það er ekki erfitt. Halbarad var Rekki sem gætti landamæra Héraðs. Hann var...

Azog (10 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þar sem það er greinaátak ákvað ég að senda eina grein inn um minn uppáhalds orka. Greinin er stutt enda er ekki hægt að finna mikið um Azog. Azog var orkahöfðingi í Moría í kringum árið 2790. Hann var stór og mikill og var góður leiðtogi. Hann gæti jafnvel hafa verið einn af orkunum sem Sauron sendi til Moría um árið 2480 þ.ö. Hann var orðinn höfðingi í Moría þegar Þrór kom þangað eftir að Smeyginn hafði lagt Fjallið eina undir sig. Hann drap Þrór og hjó af honum hausinn og brennimerkti...

Imrahil. (13 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hérna kemur ein stutt grein bara uppá gamanið. Imrahil var fæddur árið 2955. Hann var sonur Adrahils en hver móðir hanns var er ekki vitað. Imrahill átti tvær systur þær Ivriniel og Finduilias sem giftist Dynþóri og átti með honum bræðurna Faramir og Boromir. Imrahil sjálfur var 22 prins af Dol Amroth og hann átti fjögur börn börn Elphir, Erchirion, Amrothos og Lothiriel. Imrahil leyddi hóp 700 hermanna til Minas Tirith til varnar borgarinnar rétt áður en herir Mordors komu þar að. Fyrsta...

Ungoliant (5 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Jæja þá er maður byrjaður að skrifa aftur. Langt síðan síðast, hér kemur þetta. Ungoliant var stór könunguló sem miklar deilur eru um. Aðallega er deilt um hvaðan hún kom og hvað hún var, en það veit enginn. Álfarnir segja að hún hafi komið frá Ëä(Já-inu) og hún hafi orðið heltekinn af illsku Melkors. Aðrir segja að hún hafi verið Mai eða einhverskonar andi sem hafi tekið á sig mynd köngulóar. Fyrst varð vart við hana í Avathar sem var sunnarlega í Valinor, fyrir utan fjöllin sem girtu...

Hringarnir(Taka tvö) (5 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hérna er fyrsta grein mín um hringana komin, í endurbættri útgáfu, þar sem hin greinin var ekki góð en hún fjallaði um verðugt málefni. Smíði hringanna Selebrimor Silfurhnefi,sonur Kúrfins sonar Fjanors bjó í Þyrnilandi og var besti gimsteinasmiður allra tíma fyrir utan Fjanor. Selebrimor og félag hans Gwaith-I-Mírdain smíðuðu hringana um árið 1590 á annari öld með Sauroni. En Sauron sveik þá og smíðaði hringinn eina til að stjórna hinum á laun. Selebrimor komst að því og forðaði hinum...

Harad (9 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þessi grein á ekki að fara í greinasamkeppnina svo að enginn ruglist á því. Og þetta er heldur ekkert merkilegasta grein í heimi, þetta er bara svona hvattnig til að þið farið að skrifa meira. Lesið þetta með það í huga. Harad var land sunnarlega á Miðgarði og þar í landi bjuggu svokallaðir Haradrimar eða Sothronar. Harad er syðsta landið sem vitað er um á Miðgarði og ekki er vitað hversu langt það tegir sig í suður né austur. Haradrimarnir skiptust í marga ættflokka og þeir reikuðu um...

Greinasamkeppni (20 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Nei, þú last ekki vitlaust. Nú vill svo skemmtilega til að það verður greinasamkeppni hérna á /Tolkien. Hún mun standa frá deginum í dag til 18 ágúst. Í þessari samkeppni skrifar þú um uppáhalds persónu þína.(Ef þú ert búinn að skrifa um hana eða nennir því ekki, þá má alltaf skrifa um uppáhalds Hobbita, Vala, Maia o.s.frv.) Það má skrifa um persónu úr hvaða bók sem er eftir Tolkien. Áður en greinin byrjar þá verður það að vera tekið fram að greinin eigi að fara í greinasamkeppnina. Ef...

Smaug (Smeyginn) (18 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Núna ætla ég að skrifa um drekann Smaug og ég hvet aðra til að skrifa um persónur úr Hobbitanum. Smaug var síðasti Eld-dreki sem til var. Hann var slóttugur og gáfaður og hann gat talað Samtunguna og dáleitt fólk með augnaráðinu. Um árið 2800 á þriðju öld heyrði hann að dvergarnir í Fjallinu eina væru orðnir ótrúlega ríkir. Og eins og allir drekar þá vildi Smaug komast yfir sem mestan fjársjóð. Því fór Smaug og réðst á Fjallið eina og Dal sem var næsti bær við fjallið. Þegar allir dvergarnir...

Finarfin (6 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Núna ætla ég að skrifa um Finarfin. Greinin er dálítið stutt en það er ekki hægt að finna mikið af upplýsingum um hann hvort sem er. Þessi grein er sjöunda greinin mín á einum mánuði geri aðrir betur(já, þetta er áskorun á þig að senda að minnsta kosti eina grein hingað inn á mánuði.) Finarfin(Finnfinnur) var yngsta barn Finwë(Finva) mamma hans hét Indis hún var Vanyi og var náskyld konungi Vanya Inwe. Finarfin var hálfbróðir Fëanors og bróðir Fingolfins, Findisar og Irimë. Hann var...

Tuor (9 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Í þessari grein ætla ég að fjalla um Tuor son Huors. Heimildir eru allar úr Unfinished Tales og Silmerilnum. Ég ætla a nota ensk nöfn vegna þess að mér finnst þau betri en íslensk nöfn verða í sviga fyrir aftan, ef nöfnin eru ólík. Og þá byrjum við. Tuor var sonur Huors og Rían(Ríönnu). Þau bjuggu í Dor-Lómin, þangað til Nirnaeth Arnoediad(Þúsundtáraorrustan) byrjaði. Þegar Huor fór í stríðið varð Rían bráðlega áhyggjufull, vegna þess að hún fékk engar fréttir af orrustunni. Hún ráfaði um...

Sirdán, seinni hluti (6 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jæja, þá er seinni hlutinn kominn mér tókst að koma honum saman fyrr en ég ætlaði. Endilega segið hvernig ykkur finnst, ég lagði mikla vinnu í þetta. Þegar Doríat og Gondólin féllu komu leifar fólksins sem bjó á þeim stöðum til Sirdáns og það settist að við ósa Sírions. Á meðal fólksins sem þarna var voru Jarendill og Elfing, foreldrar Elronds og Elrosar. Þau urðu vinguðust við fólk Sirdáns á Balareyju. Að lokum framkvæmdi hann sýnina sem hann hafði séð löngu áður, og hann hjálpaði Jarendli...

Sirdán, fyrri hluti (9 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þessa grein hef ég verið að skrifa smátt og smátt núna í júní. Þar sem greinin er nokkuð löng ákvað ég að skipta henni í tvo hluta. Njótið. Ingangur. Skipasmiðurinn. Sirdán var Teleri sem var talinn á að vera eftir á Belalandi með nokkrum af hans kynstofni af Ossa(Maja sem réði yfir öldunum) þegar hinir Telerarnir fóru vestur með hjálp Ylmis. Sirdán var mikill skipasmiður og sjómaður. Hann var framsýnastur allra álfa á Miðgarði, hann gaf Gandalfi Narya álfahringinn sem hann átti, því að hann...

Fingon (7 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hákonungur Nolda. Fingon var fæddur í Valinor á meðan trén tvö sem Javanna skapaði voru enn í blóma. Hann var sonur Fingolfins og bróðir Turgons og Aredhelar hinnar hvítu. Hann var á meðal þeirra Nolda sem eltu Morgoth til Miðgarðs. Þegar á Miðgarð kom tók Fingon land í Dor-Lómin. Hann barðist hetjulega í öllum orrustum, en hans helsta afrek var að bjarga Mæðrosi Fjanorssyni frá Morgothi, með hjálp Þorunds arnarhöfðingja sem flaug upp á topp Þengirima þar sem Mæðros var í hlekkjum. Hann...

Mín reynsla af Hringadróttinssögu. (30 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta byrjaði þannig að pabbi þekkti mannin sem þýddi ljóðin í LOTR (Geir Kristjánsson) yfir á íslensku. Síðan var það að ekkjan hans gaf okkur allar þrjár bækurnar. Þegar ég var lítill þótti mér þetta alltaf vera flottustu bækurnar í bókaskápnum, og ég var oft að skoða kápumyndina. Svo liðu árin og fyrsta kvikmyndin kom. Þegar ég sá hana var ég að lesa Harry Potter, en þótt mér þætti myndin góð, hélt ég bara áfram að lesa Harry Potter útaf því að ég nennti ekki að lesa Hringadróttinssögu....

Hlið Gondolins borgar (16 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta er 99% þýtt uppúr Unfinished Tales( það sem ég skrifaði er undirstrikað.) Ég þýddi þetta þegar ég las þetta til að skilja betur hvernig hliðin litu út. Njótið. Eina leiðin til að komast til Gondólinsborgar var í gegnum göng sem í voru sjö hlið. Fyrsta hliðið, The Gate of Wood Fyrsta hliðið, the Gate of Wood var víður bogi með háum súlum á báðar hendur, höggnar í bergið. Og á milli þeirra var mikill felligrind úr tré, ótrúlega vel skorin út og styrkt með járnnöglum. Annað hliðið, The...

Ráðagestur hinn Brúni (5 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Vitki tengdur dýrum og náttúrunni. Ráðagestur var einn fimm Vitringanna, sem sendir voru til Miðgarðs á Þriðju Öld. Vitringarnir voru Maiar eða andar sem fóru til Miðgarðs í líka öldunga. Þeir voru valdir af Völunum til að hvetja íbúa Miðgarðs til að standa á móti Sauroni. Ráðagestur var Maji sem hét Aiwendel hann var valinn af Javönnu til að fara til Miðgarðs. Í Unfinished Tales segir að Javanna hafi beðið Sarúman að taka Ráðagest með sér til Miðgarðs Á Miðgarði bjó Ráðagestur við...

Lestarleikur (11 álit)

í Húmor fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það var einu sinni fimm ára strákur sem fannst gaman að leika sér með leikfangalestina sína. Einn daginn, vildi svo til að móðir hans stóð í dyrunum og hlustaði á strákinn leika sér. Hann var furðulostinn að heyra hann segja, “Ok, allir skíthælar sem vilja fara í lestina, farið í lestina. Og allir skíthælar sem vilja fara úr lestinni, farið úr lestinni. Og allir skíthælar sem viljið skipta um sæti, skiptið um sæti núna, því að lestin er að fara. Whoo whooooo.” Móðirin var í losti, skammaði...

Elladan og Elróhir (11 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Synir Elronds. Elladan og Elróhir voru tvíburar fæddir um árið 130 þ.ö. Bræðurnir voru líkir í útliti háir, dökkhærðir, gráeygðir og með fallegt andlit. Móðir þeirra var Selebrían og yngri systir þeirra var Arven Faðir Elronds var maður en móðir hans álfur. Og hann mátti velja um hvort hann vildi lifa ódauðlegu lífi álfa, eða dauðlegu lífi manna. Og Elladan og Elróhir þurftu líka að velja hvort þeir vildu vera álfar eða menn. Árið 2509, náðu orkar að fanga Selebrían í Rauðhnjúksskarði í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok