Nei, þú last ekki vitlaust. Nú vill svo skemmtilega til að það verður greinasamkeppni hérna á /Tolkien. Hún mun standa frá deginum í dag til 18 ágúst. Í þessari samkeppni skrifar þú um uppáhalds persónu þína.(Ef þú ert búinn að skrifa um hana eða nennir því ekki, þá má alltaf skrifa um uppáhalds Hobbita, Vala, Maia o.s.frv.) Það má skrifa um persónu úr hvaða bók sem er eftir Tolkien. Áður en greinin byrjar þá verður það að vera tekið fram að greinin eigi að fara í greinasamkeppnina.

Ef einhver annar hefur skrifað um sömu persónu og þú þá er það allt í lagi. (Það er bara gaman að hafa tvær greinar um það sama frá ólíkum sjónarhorni.) Ef greinin væri t.d. um Legolas og hin greinin héti Um Legolas, þá þarft þú bara að skýra hana með öðru nafni t.d. Legolas Grænlauf. Það verða að koma a.m.k þrjár greinar til þess að samkeppnin geti talist “lögleg”.
Engin verðlaun eru nema þá að vera valinn besti penni Tolkien áhugamálsins 2005.

Með von um góða þáttöku:
2469 og Latex.