Smaug (Smeyginn) Núna ætla ég að skrifa um drekann Smaug og ég hvet aðra til að skrifa um persónur úr Hobbitanum.

Smaug var síðasti Eld-dreki sem til var. Hann var slóttugur og gáfaður og hann gat talað Samtunguna og dáleitt fólk með augnaráðinu. Um árið 2800 á þriðju öld heyrði hann að dvergarnir í Fjallinu eina væru orðnir ótrúlega ríkir. Og eins og allir drekar þá vildi Smaug komast yfir sem mestan fjársjóð. Því fór Smaug og réðst á Fjallið eina og Dal sem var næsti bær við fjallið.

Þegar allir dvergarnir voru flúnir frá fjallinu safnaði Smaug saman öllu verðmæti sem hann fann og setti það allt í einn risastóran haug í stærsta sal sem dvergarnir höfðu gert og svo lagðist hann ofaná hauginn.

Síðan liðu árin og fólkið sem bjó í Ásgerði var farið að efast um tilvist drekans.
En einn október dag árið 2941 tók Smaug eftir því að einn bikar var horfinn úr haugnum hans. Og þar sem drekar eru mjög gráðugir þá varð Smaug ævareiður.

Daginn eftir þegar þjófurinn sem stal bikarnum kom aftur þá vissi Smaug af honum en gat ekki séð hann. Þeir töluðu við hvorn annan í gátum og þegar þjófurinn(Bilbó) sagðist vera tunnuknapi þá hélt Smaug að því að Ásgerðismenn hefðu sennt þjófinn, og þá sagði hann þessa setningu til að sanna að enginn gæti sigrað hann.

“I kill where I wish and none dare resist. I laid low the warriors of old and their like is not in the world today. Then I was but young and tender. Now I am old and strong, strong, strong. Thief in the Shadows! My armour is like tenfold shields, my teeth are swords, my claws spears, the shock of my tail a thunderbolt, my wings a hurricane, and my breath death!”

Bilbó sá hinsvegar veikan blett á sterkri brynju drekans og flýði þá til að segja dvergunum fréttirnar.

Þá flaug Smaug út og rústaði fjalshlíðinni þar sem Bilbó og dvergarnir földu sig . Þegar hann var búinn að ná sér niður fór hann til Ásgerðis til að jafna bæinn við jörðu.

Þetta reyndist vera síðasta ferð síðasta Eld-drekans. Þar sem þröstur hafði heyrt Bilbó tala um veika blettin á maga Smaugs og hann flaug og sagði Bárði afkomanda Girions af Dal hvar þessi veiki staður væri,(því að Dalverjar gátu talað við þresti eins og dvergar gátu talað við hrafna) og hann drap Smaug.
Og aldrei síðan hefur heyrst frá drekum á Miðgarði.