Ég skrifaði þetta vegna spurningu einhvers um Maiana, ég ákvað að setja þetta hérna en ekki á Spurt/svarð kubbinn til að fá meiri athygli. Það er stiklað á stóru hérna enda er greinin ætluð til þess að byrjandi í Tolkien fræðum skilji hana. Einhverjar spurningar?

Maiarnir voru eins og Valirnir Ænúar en þeir voru hvorki eins máttugir né göfugir og þeir voru. Þeir tóku þátt í söng Ænúanna en þeir sköpuðu ekki eins mikið og Valirnir og þurftu að fylgja alföður alveg í söng sínum.

Þeir voru fjölmargir en aðal Maiarnir voru Ilmarë þjónustukona Vördu og Ëonwë þjónn Manwë. Sumir Mairarnir bjuggu á Ördu en þá bara í Valinor en ekki í Miðgarði þar sem þeir höfðu aðeins samskipti við hina ódauðlegu.

Hver Mai sem fór til Ördu þjónaði einum Vala og voru Valirnir allir með fjölmarga Maia í þjónustu sinni. Dæmi: Osse og Uinen sem stjórnuðu öldunum og öllu hinu minna hafi voru Maiar Ylmis.

Eins og allir vita þá voru 5 Maiar sendir til Migarðs til hjálpar íbúum hans í baráttunni gegn Sauroni um árið 1000 þ.ö. og og það voru þeir Gandalfur hinn Grái/Hvíti,(Olorin) Sarúman hinn Hvíti,(Kúrunír) Ráðagestur hinn Brúni og Alatar og Pallando hinir Bláu. En af þessum var það aðeins Gandalfur sem tókst ætlunarverk sitt og sneri aftur til Valinor.

Alatar og Pallando eru þeir af hinum 5 vitkum sem minnst er vitað um og aðeins þetta er vitað að Alatar var valinn af Völunum til að fara til Miðgarðs en hann tók með sér vin sinn Pallando. Þeir sigldu til Miðgarðs og héldu í austur með Sarúmani en þegar Sarúman sneri aftur þá voru þeir ekki með honum og ekki er vitað hvað varð um þá.

Það sem Tolkien hefur sagt um Alatar og Pallando er það að þeim hafi mistekist sitt upphaflega ætlunarverk og þeir væru stofnendur leynihópa og töfrahópa sem hefðu enst lengur en Sauron. Þeim gæti þó hafa tekist hluti af ætlunaverki sínu þar sem það er minnst á það í HOME 12 að herir Saurons úr austrinu hafi ekki verið eins sterkir og þeir hefðu getað verið.

Heimildir: www.councilofelrond.com , Encyclopedia of arda og http://www.tuckborough.net