Ráðagestur hinn  Brúni Vitki tengdur dýrum og náttúrunni. Ráðagestur var einn fimm Vitringanna, sem sendir voru til Miðgarðs á Þriðju Öld. Vitringarnir voru Maiar eða andar sem fóru til Miðgarðs í líka öldunga. Þeir voru valdir af Völunum til að hvetja íbúa Miðgarðs til að standa á móti Sauroni. Ráðagestur var Maji sem hét Aiwendel hann var valinn af Javönnu til að fara til Miðgarðs. Í Unfinished Tales segir að Javanna hafi beðið Sarúman að taka Ráðagest með sér til Miðgarðs
Á Miðgarði bjó Ráðagestur við vesturmæri Myrkviðs. Hann var góðvinur Björns Birnings(sjá fyrri grein.) Ráðagestur var fróður í plöntu og dýrafræðum. Hann vingaðist við dýr sérstaklega fugla og var fær um að hafa samskipti við þá. Hann eyddi mestum hluta tíma síns í náttúrunni og hafði lítil samskipti við álfa og menn.
Um sumarið árið 3018, Hafði Sarúman samband við Ráðagest, og hann sagði honum að leita að Gandalfi Gráa og segja honum að Hringvomarnir væru farnir yfir Andvin. Og að Gandalfur ætti að koma til Ísanrngerðis ef hann þyrfti aðstoð. Ráðagestur var heiðarlegur og hreinskilinn og hann skildi ekki að Sarúman var að leggja gildru fyrir Gandalf
Ráðagestur fann Gandalf á miðsumri nálagt Brýi og sagði Gandalfi skilaboðin sem Sarúman hafði látið hann segja honum. Gandalfur sagði Ráðagesti að láta dýr og fugla flytja fréttir af áætlunum óvinarins til Ísarngerðis. Ráðagestur fór til Myrkviðs og sagði dýrunum að gera þetta. Stóru ernirnir flugu langt og mikið og söfnuðu fréttum af Hringvomunum, liðsöfnunum orka og varga og af flótta Gollris frá álfunum í Myrkviði. Síðan flaug arnakonungurinn Gvahír til Ísarngerðis þar sem hann fann Gandalf í haldi Sarúmans á toppi Orþanka og hjálpaði hanum að flýja þaðan.
Þetta er allt sem er vitað um hagi Ráðagests í Hringastríðunum. Skyldleiki hans við náttúruna var gagnlegur Gandalfi. Eins og allir vita var það aðeins Gandalfi sem tókst áætlunarverk sitt og fór aftur til Amanslands. Það gæti verið að Ráðagestur hafi orðið eftir á Miðgarði, en um endanleg örlög hans er ekki vitað.

Eins og allir vita var Þorsteinn Thorarensen umdeildur fyrir þýðingar sínar, því að hann hikaði ekki við að búa til nýyrði. En þegar hann þýddi nafnið á Ráðagesti þá breytir hann litnum á kuflinum hans. Tolkien skrifaði alltaf Radagast the Brown en Þorsteinn “þýðir” það sem Ráðagestur Rauði!

Heimildir: Föruneyti Hringsins,Unfinished Tales, www.councilofelrond.com