Harad Þessi grein á ekki að fara í greinasamkeppnina svo að enginn ruglist á því. Og þetta er heldur ekkert merkilegasta grein í heimi, þetta er bara svona hvattnig til að þið farið að skrifa meira. Lesið þetta með það í huga.

Harad var land sunnarlega á Miðgarði og þar í landi bjuggu svokallaðir Haradrimar eða Sothronar. Harad er syðsta landið sem vitað er um á Miðgarði og ekki er vitað hversu langt það tegir sig í suður né austur.

Haradrimarnir skiptust í marga ættflokka og þeir reikuðu um Harad. Þeir sem bjuggu í Near Harad(Nær Harad) voru brúnir á hörund, með svart hár og svört augu. Á meðan þeir sem bjuggu í Far Harad(Fjær Harad) voru svartir.

Á annari öld réðu Númenorar yfir Haradi, þar til að tveir Black Númenóren(Svart Númenar) að nafni Herumor og Fuinur urðu áhrifamiklir á meðal Haradrimanna. Þeir náðu Haradi undir sig og þeir urðu hliðhollir Sauroni og börðust með honum í The Battle of Last Alliance, og þar féllu þeir.

Í byrjun þriðju aldar réðu Svart Númenar ennþá yfir Haradi. Þar til að Harad féll undir vald Mordors.

Það sem Harad er hvað frægast fyrir eru Oliphantarnir. En þeir lifðu í frumskógum Fjær Harads, og þanngað náðu Haradarnir í þá og tömdu þá. Á þeim voru svo menn í turnum með bambus boga og spjót.

Eina þjóðin sem Hardrimar sýndu nokkurn velvilja fyrir utan Mordor var Umbra þjóðin(sem voru eiginlega Haradrimar sem lifðu við ströndina, en þeir höfðu samt aðeins skilið sig frá Hardrimunum). Nær Hardar gerðu meira að segja bandalag við Umbrana, og saman börðust þjóðirnar við Gondora í suður Gondor.
Eftir fall Saurons féll Harad örugglega inní Gondorska konundæmið.

Heimildir: www.councilofelrond.com www.wikipedia.org www.portaljuice