Hérna kemur ein stutt grein bara uppá gamanið.

Imrahil var fæddur árið 2955. Hann var sonur Adrahils en hver móðir hanns var er ekki vitað. Imrahill átti tvær systur þær Ivriniel og Finduilias sem giftist Dynþóri og átti með honum bræðurna Faramir og Boromir.

Imrahil sjálfur var 22 prins af Dol Amroth og hann átti fjögur börn börn Elphir, Erchirion, Amrothos og Lothiriel.

Imrahil leyddi hóp 700 hermanna til Minas Tirith til varnar borgarinnar rétt áður en herir Mordors komu þar að. Fyrsta afrek hanns á vígvellinum í þeirri orustu var sú að hann kom út úr borginni ásamt riddurum sínum og bjargaði lífi Faramirs sem var að hörfa frá Osgiliath.

Hann barðist svo í borginni og reið aftur útúr henni til hjálpar Jóherrunum sem voru umkringdir og þar barðist hann með Jómari og svo Aragorni sem kom þar að skömmu eftir útras Imrahils og riddara hans.

Imrahil barðist svo í gremstu víglínu við Myrkrahliðið og hafði þar sigur eins og allir vita.

Eftir Hringastríðið var hann einn af helstu ráðgjöfum Aragorns og sóttir hans giftist Jómari konungi Róhans.

Imrahil dó árið 34 á fjórðu öld og elsti sonur hans tók við stjórn Dol Amroth